Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Qupperneq 25
25
inn norður á engið. Lágmarks stærð skurðarins, til þess að
það takist, er um 250—350 rúmmetrar. Miðast þá við, að
dýpi skurðarins hafi verið einum metra minna en nú er og
flái skurðarins hafi verið mjög lítill.
Hér lýkur skýrslu Péturs Péturssonar og var mikilsvert,
að sú athugun fór fram fyrir um aldarfjórðungi, því að um-
merki öll eru nú ógreinilegri en þau voru þá. Framkvæmd-
ir þessar allar, taldi Jón á Másstöðum, að Ólafur á Sveins-
stöðum hefði gert með þeim takmörkunum einum, sem
getið er við Tíðaskarðsskurðinn. Heimildin getur naumast
verið betri. Jón á Másstöðum var alinn upp á Sveinsstöð-
um, og hann var 6 ára, þegar Ólafur afi hans lézt. Þeir, sem
þekktu Jón á Másstöðum treysta honum líka til þess að
hafa farið rétt með, því að hann var greindur maður og
gætinn og svo grandvar að af bar.
Enginn veit nú, hvenær Ólafur á Sveinsstöðum hóf þess-
ar jarðabótaframkvæmdir, en töluvert af þeim hefir senni-
lega verið unnið fyrir stofnun Búnaðarfélags Sveinsstaða-
hrepps.
Ólafur varð dannebrogsmaður 1854. Hvers vegna varð
hann þess heiðurs aðnjótandi? Ekki var það fyrir þing-
mennskuna, því að hann sat ekki á Alþingi fyrr en 1859—
61. Ólafur hafði að vísu þegar 1847 tekið við hreppstjóra-
störfum af Þorgrími Þorleifssyni á Hjallalandi. Enginn
efast um, að honum hafi tekizt svo vel sveitarstjórnarstörf-
in, að þau hafi verið launaverð, en þó hygg ég, að braut-
ryðjendastarf hans í búnaðarframkvæmdum, hafi ráðið
mestu um„ að hann var gerður að dannebrogsmanni.
Eg tel ekki óvarlegt að áætla, að búnaðarframkvæmdir
Ólafs á Sveinsstöðum, sem hér hefir verið sagt frá, hafi
samlagt verið sem hér segir:
1. Túnasléttur eins og talið er hér að framan 4500 ferm.
2. Vörzlugarðar og skurðir, áætlað af mér 2800 rúmm.
Auk þessa hefir Ólafur að sjálfsögðu unnið eitthvað að
húsabótum, en um það hefi ég engar skýrslur.