Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 31
31 vörzlum Jóns Ásgeirssonar kemur ekki til skila. Hér þarf þó ekki að vera um vanskil að ræða. Ég tel það stappa nærri vissu, að Jón hafi greitt skuld sína með verkfærum, þó að það sé hvergi bókað. Samkvæmt því, sem Jón á Másstöðum telur í sögu Bún- aðarfélags Húnavatnssýslu (Búnaðarrit 1940, bls. 24) flutti Jón heim með sér úr utanförinni um og eftir 1860 „eitthvað af jarðyrkjuáhöldum, plóg, herfi, 1—2 vagna og ef til vill fleira“. Hvað varð um þessi tæki? Ég tel víst að kerra sú, sem sagnir í Sveinsstaðahreppi herma að verið hafi á vegum búnaðarfélagsins um 1880 hafi verið frá Jóni Ásgeirssyni. Þá er og á félagsfundi 1887 rætt um það að selja „jarðnafar" félagsins. Hvorugt þessara tækja sjást keypt af félaginu, né hafa verið færð á eignaskrá. III. Tímabilið 1884-1924. Ný áhugaalda. Bókfærður er aðeins einn búnaðarfélagsfundur á árinu 1884, sem haldinn var að Steinnesi 1. nóv. Fundargerðin er mjög stutt, svo að ég tek hana hér upp orðrétta: „Ár 1884, að undangengnum fundi að Hjallalandi 15. marz, var búnaðarfélagsfundur haldinn að Steinnesi 1. dag nóvembermánaðar og lagt fram frumvarp til laga félagsins, er var samþykkt í einu hljóði. Vegna tímaleysis var geymt að færa inn lögin og nöfn fé- lagsmanna. Félaginu var skipt í 2 flokka og tveir flokksforingjar kosnir fyrir hvorn flokk, til að skoða og meta hinar unnu jarðabætur á næstl. sumri, samkvæmt lögunum. Til skoð- unar að austan voru kosnir: Jósef Einarsson á Hjallalandi og Jón Jónsson á Litlu-Giljá, en að vestan verðu: Jóhannes Ólafsson á Hólabaki og Þórarinn Þorleifsson í Haga“. Undir fundargerðina skrifa þessir þrír menn: Jón Ólafs- son, Sveinsstöðum, sr. Þorvaldur Ásgeirsson, Hnausum, og Jósef Einarsson, Hjallalandi, og er þetta sjálfsagt þáverandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.