Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Blaðsíða 37
37
get ég fullyrt, að hann bar aldurinn vel og hélt enn ágæt-
lega minni. Heimild þessa tel ég því örugga það sem hún
nær.
Jón ræðir fyrst um handverkfæri við jarðabætur, og gef
ég honum nú orðið:
„Fyrsta túnaslétta, sem ég man eftir að gerð var á Sveins-
stöðum var gerð á þann hátt, að rist var grasrótin ofan af
þúfunum með torfljá. Ristir voru mjóir strengir, jafnþykkir
í báðar brúnir og skorið fyrir strengjunum með grasljá.
Torfið borið burtu og þúfurnar pældar með páli og reku,
og moldin pæld og jöfnuð með sömu verkfærum. Upp úr
1880 munu undirristuspaðar fyrst hafa farið að tíðkast.
Herfi var farið að nota á árunum 1880—1900. En ekki var
farið að plægja með grasrót fyrr en Magnús á Sveinsstöðum
kom úr Noregsför sinni og fór að stunda plægingar og taka
pilta til kennslu í þeirri grein 1903 og árin þar eftir.“
Eftir þessari heimild virðist mega ætla, að plógur hafi
ekki komið til notkunar að ráði í Sveinsstaðahreppi fyrr en
eftir 1900. Sama heimild getur þess að vísu, að Ólafur á
Sveinsstöðum hafi á sinni tíð, sennilega um 1850, fengið
norskan mann, Jens Stæhr, til að plægja 2 sléttur í túninu
á Sveinsstöðum. Þá telur og Jón á Másstöðum í ritgerð sinni
um Búnaðarfélag Húnavatnssýslu (Búnaðarrit 54. ár, bls.
24), að Jón Ásgeirsson hafi komið með plóg og herfi úr
utanför sinni, áður en hann hóf búskap á Þingeyrum. Ekk-
ert er kunnugt um þessi verkfæri Jóns á Þingeyrum, not-
hæfi þeirra eða notkun.
Þá vann Búnaðarfélag Húnavatnssýslu töluvert að útveg-
un og kynningu landbúnaðaráhalda. Samkvæmt gjörðabók
þess félags átti það 1877: kerru með aktygjum, plóg og
herfi og tveim átum fyrr hafði það pantað töluvert af hand-
verkfærum, sem það hefir selt félögum sínum. Drjúgur
hluti þeirra tækja virðist hafa farið í Svínavatnshrepp, eftir
sérstakri pöntun Erlends Pálmasonar í Tungunesi. Ókunn-
ugt er um, hvað af þessum verkfærum lenti í Sveinsstaða-
hreppi.