Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 38

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 38
38 Það sem hér hefir verið tilfært bendir til þess, að Svein- stæðingar hafi haft einhver kynni af plógum fyrir Í900, hvað sem hefir verið um félagslega notkun þeirra. Aukin vinnutækni. Félagið þurfti langan tíma til þess að ná sér eftir fell- inn 1887. Á þeim fjórum áratugum, sem nú eru til meðferðar, urðu jarðabótamenn aldrei nálægt því jafn margir og þeir voru árin 1885 og 1886, komust hæst eftir það í 15 á ári. Dags- verkatalan á ári fer heldur ekki oft upp fyrir 500 fyrr en eftir 1911. Síðan 1887 hefir jarðabótavinna aldrei fallið niður með öllu, en hitt hefir komið nokkrum sinnum fyrir, að jarða- bætur væru ekki mældar árlega, svo að á þetta 40 ára tíma- bil koma ekki nema 35 mælingar. Aldamótaárið gerist merkur atburður í búnaðarsögu Sveinsstaðahrepps, þó að búnaðarfélag hreppsins kæmi þar ekki nærri. Sumarið 1900 kom Jón Þ. Kristjánsson ökumaður á Akur- eyri vestur að Þingeyrum, til þess að gera tilraun með vél- slátt. Þá bjó Hermann Jónasson, fyrrverandi skólastjóri, á Þingeyrum, og mun hann sjálfsagt hafa gengizt fyrir því að fá Jón vestur. Vélin, sem Jón hafði með sér var Walter Sc Wood. Sló Jón eitthvað með henni á Þingeyrum og senni- lega víðar. Ekkert varð þó úr að Hermann keypti vélina, og stóð til að Jón færi með hana norður aftur, en Jósef Einars- son á Hjallalandi gekkst þá fyrir samtökum um kaup á vél- inni. Segist þeim svo frá Jóni Kr. Jónssyni á Másstöðum (bréf til mín) og Sigurði Erlendssyni á Stóru-Giljá, að nokkrir menn í Þingi og Vatnsdal hafi myndað hlutafélag um vélarkaupin. Vél þessi var svo notuð eitthvað dálítið um nokkur ár. „Bezt reyndist hún á þurri mosajörð. Á harðlendi, t. a. m. hörðum árbökkum, sló hún illa“. (Búvélar og ræktun, bls. 298). Vélin var minna notuð fyrir það hvað langt var á milli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.