Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 53
Á verkfærasýningunni á Þingeyrum var m. a. sýndur
sláttur með dráttarvél. Var þar að verki Allis-Chalmers vél
B., en Búvéladeildin hafði þá fengið 13 vélar af þeirri gerð
til landsins. Fór ein þessara véla að Þingeyrum, og var það
fyrsta heimilisdráttarvélin, sem kom í Sveinsstaðahrepp.
Höfðu komið sláttuvélar með öllum þessum dráttarvélum,
en þær reyndust illa og voru allar endursendar, nema ein,
sem fór að Þingeyrum. Var vél sú umbyggð þannig, að sett
var á hana Deering greiða og reyndist hún þá nothæf.
Á næstu árum bætist lítið við af dráttarvélum í Sveins-
staðahrepp, nema að nýjar vélar koma að Þingeyrum (Case
og John Deere). Fyrsta Ferguson vélin kom að Sveinsstöð-
um 1949. Það er því ekki fyrr en á sjötta áratugnum að
dráttarvélar verða almennar í hreppnum.
Nú er skipt um hlutverk. Dráttarvélin er komin í stað
hestsins. Þróun þeirra mála er óþarfi að rekja frekar hér.
Sú saga er alkunn. En til þess að sýna hvernig málum er nú
komið í þessum efnum í Sveinsstaðahreppi, hefir formaður
búnaðarfélags hreppsins, Halldór Jónsson á Leysingjastöð-
um, góðfúslega látið mér í té upplýsingar um vélar og áhöld
hreppsbúa árið 1964. Fer skýrsla sú hér á eftir:
Skýrsla
um vélar og áhöld í Sveinsstaðahreppi árið 1964.
21 bifreið 13 flutningsskúffur
33 dráttarvélar 2 spyrnur
3 herfi 7 vélakerrur
10 mykjudreifar 9 plógar
8 áburðardreifar 2 valtar
24 sláttuvélar 4 forardreifar
3 snúningsvélar og fjöl- 6 ávinnsluherfi
fætlur 30 múgavélar
12 ámoksturstæki með 22 heyvagnar
kvísl og skóflu 1 saxblásari
2 heygreipar 1 steypuhrærivél
11 heyblásarar 1 tannir
14 mjaltavélar 1 hverfiskófla