Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Síða 56
57
Yfirlit um búnaðarástandið í Sveinsstaðahreppi 1864—1964.
Árið Fólks- tala Búfénaður Heyfengur Garðávöxtur
Naut- gripir Sauð- fé Hross Taða hb. Úthey hb. Kart- öflur tn. Rófur tn.
1864 302 108 3.527 297
1874 276 108 3.071 191
1884 239 81 2.996 253
1894 222 114 3.801 316 2.660 5.640
1904 229 132 3.146 603 3.776 8.670 49 25
1914 198 102 3.996 604 3.635 9.700 7 2
1924 194 104 3.479 802 3.695 9.857 30 8
1934 176 103 5.135 533 6.790 9.840 180 23
1944 147 141 2.978 1.032 6.456 10.602 111 80
1954 128 226 4.134 465 9.645 7.390 70
1964 132 297 5.797 551 26.750 1.680 22
Það er ekki fyrr en eftir 1880, sem farið er að telja fram
hey og annan jarðargróður, og eru þau framtöl mjög ófull-
komin fyrstu árin.
Stjórnarnefndarmenn 1884—1964.
Á þessu 80 ára tímabili hafa 24 menn gegnt stjórnar-
nefndarstörfum. Þar sem félagsstjórnin hefir alltaf verið
skipuð þrem mönnum, verður meðal starfstími á stjórnar-
nefndarmann 10 ár. I.engstan starfstíma hefir Jón Kr. Jóns-
son á Másstöðum, 39 ár, næstur er Jón S. Pálmason á Þing-
eyrum með 34 ár. Aðrir, sem setið hafa í stjórn í 6 ár eða
fleiri eru: Magnús Jónsson í Brekku 24 ár, Olafur Magnús-
son á Sveinsstöðum 22 ár, Halldór Pálsson í Miðhúsum 18
ár, Magnús Jónsson á Sveinsstöðum 18 ár, Halldór Jónsson
á Leysingjastöðum 14 ár, Jón Ólafsson á Sveinsstöðum 13
ár, síra Bjarni Pálsson í Steinnesi 10 ár, Jósef Einarsson á
Hjallalandi 9 ár, Magnús Sigurðsson á Litlu-Giljá 8 ár, Jón
Jónasson í Haga 6 ár og Jónas Björnsson á Hólabaki 6 ár.
Af þessum 13 stjórnarnefndarmönnum, sem hér hafa ver-
ið nefndir, gegndu 9 þeirra formannsstörfum. Lengstum