Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 22

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 22
geta að stökkmorið lifir yfirleitt í grassverðinum en fer lítið niður í hinn eiginlega jarðveg. Gullmorið (Sminthuridae) hittist aðeins að vorinu árið 1973, en árið 1970 var það í greinilegu hámarki um mitt sumar. Brynjumaurar (Oribatei) eru yfirleitt um helmingur af heildartölu maura í sýnum frá 1973, og einstakar ættir þeirra fylgjast einnig nokkuð vel að. Aðeins Camisidae eru í há- marki fyrst að vorinu. Sumarið 1970 virðist þetta hafa verið breytilegra, en þá var reyndar ekki greint nákvæmlega á milli einstakra ætta. Fróðlegt er að athuga hvernig hlutfallslegur fjöldi smá- dýranna í mismunandi dýpi í jarðveginum breytist eftir árstíðum. Meginreglan virðist vera sú, að því fleiri dýr ein- hvers flokks sem finnast í yfirborðslagi jarðvegsins því fleiri eru einnig í neðri lögunum, (og fara því dýpra niður). Hjá flestum flokkum virðist einnig gæta tilhneigingar til fjölg- unar í neðri lögum jarðvegsins að haustinu, einkum í okt./ nóv. Einna skýrast kemur þetta fram hjá maurunum, en þar er að jafnaði þriðjungur til fjórðungur fjöldans neðan yfir- borðslagsins í haustsýnunum. Samt er svo að sjá sem bæði > maurar og mordýr fari að jafnaði lengst niður um mitt sumarið, en grynnst að vorinu. Þessi hegðun dýranna er skiljanleg út frá tíðarfari og frosti í jarðveginum. Að vorinu þiðnar moldin einkum ofan frá, og hitinn er mestur við yfirborðið. Þar eru því lífsskilyrðin best. Um miðsumar jafnast hitastigið í jarðveginum, og neðri lögin verða jafnheit og þau efri. Síðsumars snýst hita- fallið við, svo yfirborðið verður að jafnaði kaldara, unz það tekur að frjósa ofan frá í okt./nóv. (línumynd 1). Það er naumast efamál, að langflest jarðvegsdýr, sem á annað borð tóra yfir veturinn hér um slóðir, hljóta að frjósa með moldinni. (Það er reyndar ekki fátítt að hitta á frosin mordýr í mold). Sýni sem tekið var 7. marz 1972 á Víkur- bakka staðfestir þetta álit. Jörð var þá að mestu frostlaus, nema dálítill þeli í 3—7 sm dýpi. í sýninu fundust alls 14 mordýr og 16 maurar. (Maurarnir voru allir í yfirborðslag- inu og 11 af mordýrunum). 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.