Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Page 37
ÞÓRARINN LÁRUSSON OG GUÐMUNDUR STEINDÓRSSON:
RANNSÓKN
Á HEILSUFARI OG FÓÐRUN
MJÓLKURKÚA í EYJAFIRÐI
OG LEIÐIR TIL ÚRBÓTA*
Þótt yfirleitt hafi gengið vel að sæða kýr í Eyjafirði á undan-
förnum árum, kemur annað í Ijós, þegar farið er að líta á
árangur sæðinganna á einstökum bæjum, eins og títt er
þegar um meðaltalstölur er að ræða. Kveður svo rammt að
því, hversu erfiðlega hefur gengið með búskapinn að þessu
leyti á sumum bæjum í Eyjafirði, jafnvel ár eftir ár, að fyrir
tilstilli frjótækna SNE var ákveðið að Ræktunarfélag
Norðurlands og SNE gerðu sérstaka rannsókn á fyrirbærinu
og orsökum þess með aðstoð bænda og ráðunauta BSE.
Elöfuðtilgangurinn með þessari rannsókn er því sá að leita
að orsökum ófrjóseminnar að þessu leyti auk þess sem at-
hygli beindist að öðrum kvillum og þá einkum súrdoða. Til-
gangurinn er og helgaður tilburðum til þess að gefa ákveðn-
ar leiðbeiningar út frá þessari rannsókn, og öðrum heimild-
um um sama efni, til varnar þessum kvillum og bættri fóðr-
un mjólkurkúa yfirleitt.
* Útdráttur úr Fjölriti nr. 2, 1976 sem gefið er út af Bændaskólanum á
Hólum, Rf. Nl. og Tilraunast. á Möðruvöllum.
39