Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Side 24
eða lækningalyf. Þess vegna er mikilvægt að bændur fylgist af
ítrustu nákvæmni og natni með heilsufari fjárins. Við skoðun
fjárhóps er ráðlegt að hafa dýralækni sér til aðstoðar og er þá
vandlega athugað
. . . hvort nokkur kind hafi úfna ull eða sé að klóra sér, hvort nokkur
kind dragi sig útúr, gnísti tönnum eða sýni óeðlilega styggð eða
ótta.“23
Við rekstur hópsins, einkanlega í brekku, skal gæta vel að
hreyfingum kindanna, hvort þær séu óeðlilegar á einhvern
hátt eða sýnist haltar, slappar eða þróttlitlar. En hvað er til
ráða komi fram einhver einkenni riðuveiki?
„1. Einangra hana strax og tilkynna héraðsdýralækni (eða trún-
aðarmanni), sem ákveður, hvernig með skal fara. Látið aldrei grun-
samiega kind til lambanna, í fjós eða hlöðu. 2. Ef riðuveiki er líkleg,
skal lóga kindinni, taka sýni til rannsóknar, ganga frá hræinu og
hreinsa bæli kindarinnar. Allt í samráði við dýralækni. 3. Skrá skal
(sérst. eyðubl.): Númer, nafn, aldur, útlit og einkenni sjúkdóms,
dvalarstaði og ef unnt er afkvæmi, foreldra og annað náskylt fé.
Ráðlegt er að lóga því, ef riðuveiki er staðfest (næsta sláturtíð t.d.). 4.
Dráttur á að einangra og tilkynna grunsamlegar kindur og lóga þeim
getur magnað smithættu."28
Komi riðuveiki upp á nýjum stað skal:
„1. Tilkynna sveitarstjóm um veikina og gera ráðstafanir til að
merkja allt fé á bænum með rauðum plastmerkjum, er sýni bæjar-
númer og sveitarfélag samkv. lista í markaskrá. 2. Taka upp skrán-
ingu á fé, þar sem ekki er bókhald. Færa skal auk númera: Nafn,
aldur, útlit og afkvæmi hverrar kindar, svo að unnt sé að rekja með
vissu ættir kinda sem veikjast, bæði föðurætt og móðurætt. 3. Vara
þá við, sem fengið hafa fé á bænum og stöðva þegar í stað sölu og að
láta fé til lífs og dvalar af bænum. Leita skal leyfis Sauðfjársjúk-
dómanefndar fyrir nýjum aðflutningi á fé (reglugl. 18/7 1957). 4.
Efla hreinlæti við alla meðferð á fóðri og drykkjarvatni. Reynt skal
að viðhafa sem allra mest hreinlæti, þar sem ær bera og forðast að láta
féð ganga of þétt um burðinn. Brenna ætti eða grafa hildir vegna
mikillar smithættu af þeim og láta vera að marka og merkja í karinu.
5. Við merkingar, mörkun, sprautun og allar aðgerðir, þar sem féð
blóðgast, skal viðhafa strangasta hreinlæti. Þvo skal og sótthreinsa
verkfæri s.s. hnífa, tengur, klippur (sápa, bursti, joðsambönd) og
skipta oft um nálar. Laga skal hvassar brúnir á drykkjarílátum,
26