Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 24

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 24
eða lækningalyf. Þess vegna er mikilvægt að bændur fylgist af ítrustu nákvæmni og natni með heilsufari fjárins. Við skoðun fjárhóps er ráðlegt að hafa dýralækni sér til aðstoðar og er þá vandlega athugað . . . hvort nokkur kind hafi úfna ull eða sé að klóra sér, hvort nokkur kind dragi sig útúr, gnísti tönnum eða sýni óeðlilega styggð eða ótta.“23 Við rekstur hópsins, einkanlega í brekku, skal gæta vel að hreyfingum kindanna, hvort þær séu óeðlilegar á einhvern hátt eða sýnist haltar, slappar eða þróttlitlar. En hvað er til ráða komi fram einhver einkenni riðuveiki? „1. Einangra hana strax og tilkynna héraðsdýralækni (eða trún- aðarmanni), sem ákveður, hvernig með skal fara. Látið aldrei grun- samiega kind til lambanna, í fjós eða hlöðu. 2. Ef riðuveiki er líkleg, skal lóga kindinni, taka sýni til rannsóknar, ganga frá hræinu og hreinsa bæli kindarinnar. Allt í samráði við dýralækni. 3. Skrá skal (sérst. eyðubl.): Númer, nafn, aldur, útlit og einkenni sjúkdóms, dvalarstaði og ef unnt er afkvæmi, foreldra og annað náskylt fé. Ráðlegt er að lóga því, ef riðuveiki er staðfest (næsta sláturtíð t.d.). 4. Dráttur á að einangra og tilkynna grunsamlegar kindur og lóga þeim getur magnað smithættu."28 Komi riðuveiki upp á nýjum stað skal: „1. Tilkynna sveitarstjóm um veikina og gera ráðstafanir til að merkja allt fé á bænum með rauðum plastmerkjum, er sýni bæjar- númer og sveitarfélag samkv. lista í markaskrá. 2. Taka upp skrán- ingu á fé, þar sem ekki er bókhald. Færa skal auk númera: Nafn, aldur, útlit og afkvæmi hverrar kindar, svo að unnt sé að rekja með vissu ættir kinda sem veikjast, bæði föðurætt og móðurætt. 3. Vara þá við, sem fengið hafa fé á bænum og stöðva þegar í stað sölu og að láta fé til lífs og dvalar af bænum. Leita skal leyfis Sauðfjársjúk- dómanefndar fyrir nýjum aðflutningi á fé (reglugl. 18/7 1957). 4. Efla hreinlæti við alla meðferð á fóðri og drykkjarvatni. Reynt skal að viðhafa sem allra mest hreinlæti, þar sem ær bera og forðast að láta féð ganga of þétt um burðinn. Brenna ætti eða grafa hildir vegna mikillar smithættu af þeim og láta vera að marka og merkja í karinu. 5. Við merkingar, mörkun, sprautun og allar aðgerðir, þar sem féð blóðgast, skal viðhafa strangasta hreinlæti. Þvo skal og sótthreinsa verkfæri s.s. hnífa, tengur, klippur (sápa, bursti, joðsambönd) og skipta oft um nálar. Laga skal hvassar brúnir á drykkjarílátum, 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.