Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 25
nagla, flísar og annað sem sært getur féð vegna hugsanlegrar smit-
hættu. Ráðlegt gæti verið, að úða eða bera sótthreinsiefni á nafla-
streng nýfæddra lamba. 6. Hafa skal vakandi auga með fénu með
tilliti til byrjunareinkenna og umfram allt að lóga fyrir burð þeim
kindum sem grunsamlegar verða, áður en þær bera. Hafa ber hug-
fast, að kindur kunna að smita út frá sér nokkurn tíma, áður en
einkenna verður vart og að riðuveiki kemur oftast fram síðar í af-
kvæmum þeirra. Óheppilegt er að hafa burðarstíur í hlöðum. 6.
Verjist nýju smiti inn á bæinn.“28
Sigurður Sigurðarson segir að vakni grunur um riðu, sé
öruggast . . .
„að hafa samband við dýralækni og láta hann svæfa kindina. Ekki er
allt riðuveiki, sem veldur uppdrætti, því er vænlegast til árangurs að
senda öll innyfli úr uppdráttarkindum til rannsóknar auk haussins
og alltaf ætti að fylgja greinargerð með stuttri lýsingu á einkennum
sjúkdómsins o.fl.“28
En hvað segja bændur, er átt hafa riðuveikt fé, um varnir
gegn veikinni? Við lestur frásagna þeirra af baráttu gegn riðu,
kemur margt athyglisvert í ljós og aðferðirnar sem beitt er til
varnar eru nær jafn margar og bændurnir sjálfir. Fyrir þær
sakir er afar lærdómsríkt og fróðlegt að heyra hvað þeir hafa
til málanna að leggja. Hér verða birt ráð og varnir nokkurra
bænda gegn riðu og hvaða árangur aðferðir þeirra hafa borið.
Óskar Magnússon, Brekku, Seyluhreppi, Skagafirði:
Hann fargaði öllu sínu fé jafnskjótt og riða var staðfest hjá
honum. Sótthreinsaði með eitursódalegi (mjög sterkum lút
skv. fyrirmælum frá Keldum) alla þá staði í fjárhúsum sínum
er hann taldi féð geta náð til og einhver sýkingarhætta gæti
verið. Framkvæmdi sótthreinsunina með strákústi, kústaði
síðan allt með volgu vatni og sprautaði að lokum yfir allt til að
hreinsa burt lútinn. Hafði áður mokað öllum skít út, vandað
til þess verks og þegar dreift öllu á tún. Tók inn í þessi sömu
hús, strax sama haust, aðkeypt fé, lömb og fullorðið. Riðan
hefur ekki komið upp hjá honum aftur svo vitað sé (nær 10 ára
riðuleysi).
Vésteinn Vésteinsson, Hofstaðaseli, Viðvíkursveit, Skagafirði:
Hann hefur ekki orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni og hefur
„búið við veikina“ síðan 1978 að hann telur. Hann aflífar
27