Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Side 27
geta haldið veikinni í skefjum, aðeins misst örfáar kindur á ári
og enga í sjö ár. En hvernig hefur hann náð þessum árangri, ef
árangurinn er honum og vinnubrögðum hans að þakka?
Snorri fylgdist grannt með fé sinu og lógaði strax grunsam-
legum kindum. Hann keypti ekki ungt fé og fór varlega í
lambaásetning til að byrja með en jók hann smám saman.
Snorri nefnir tvær leiðir til varnar: í fyrsta lagi að skera niður,
sótthreinsa og kaupa heilbrigt fé eftir bestu vitund. Telur
hann þessa aðferð verjandi sé veikin skæð og fari víða enda
hafi hún gefið góðan árangur i hans sveit. I annan stað, ef
veikin er ekki farin að valda verulegu tjóni, að tefja fyrir
útbreiðslu af fremsta megni. Það hyggur hann að gera megi
meðal annars á þann hátt er hann notaði á sínu búi.
Indriði Ketilsson, Ytra-Fjalli, Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu:
Um 1980 hófu bændur í Aðaldal skipulagt eftirlit með
heilbrigði fjár þar um slóðir með aðstoð dýralæknis og Sauð-
fjárveikivarna. Var þessu hrundið i framkvæmd í kjölfar
fundar er héraðsdýralæknir hélt með oddvitum sem hlut áttu
að máli.
Indriði býr á svæði þar sem riða skaut upp kollinum fyrir
nokkrum árum. Hann ræddi við nokkra bændur og innti þá
eftir þvi hvaða aðferðir þeir teldu ráðlegar í baráttunni gegn
riðu. Eins og við var að búast komu fram margar tillögur.
Allir voru þó sammála um að niðurskurður væri ekki rétta
leiðin. Sumir vildu lóga riðuveikri kind um leið og á henni
sæist, aðrir kalla til dýralækni án tafar. Einhugur ríkti um að
draga úr samgangi fjár milli bæja og svæða en töldu það enga
lausn í sjálfu sér. Álitu skipulag fjallskila ábótavant með tilliti
til smithættu í haga og lögðu áherslu á að koma fénu sem fyrst
heim á haustin. Þeir bentu á mikilvægi þess að fylgja settum
varúðarreglum sem kostur væri, svo framarlega sem þær væru
raunhæfar en hugðu að veikin gæti breiðst út engu að síður.
Einn nefndi að ullarpokar væru kjörin smitleið og vildi aukið
hreinlæti við flutning og meðferð þeirra og ullarinnar. Sá
hinn sami vildi leggja niður heimaslátrun vegna hættu á smiti
með blóði. Annar benti á þá hættu er stafað gæti af þvi að
bændur og fjármenn, frá heilbrigðum búum, kæmu í fjárhús
29