Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Side 34
sem haft getur áhrif á hegðun og útbreiðslu veikinnar, að
viðbættum þekkingarskortinum, að það er næsta vonlaust að
benda á eina rétta leið til lausnar.
Þó leyfi ég mér að halda því fram að ítrasta hreinlæti við og
í fjárhúsum allan ársins hring, samviskusemi við fóðrun fjár-
ins og alla umgengni, umhyggja gagnvart heilsu þess og vel-
ferð ásamt alminnsta samgangi fjár og bónda við annarra bú
og hjarðir eru þættir sem draga verulega úr hættu á að riðu-
veiki berist í hjörð eða valdi þungum búsifjum.
IX. SMITLEIÐIR OG RANNSÓKNIR A RIÐUVEIKI
Vítt og breitt um veröldina hafa í áraraðir átt sér stað rann-
sóknir á orsökum riðuveiki, eðli hennar og smitleiðum. En
þrátt fyrir aragrúa tilrauna merkra vísindamanna hefur ekki
enn tekist að sigrast á sjúkdómsvaldinum.
Sigurður Einarsson Hlíðar dýralæknir framkvæmdi fyrstur
Islendinga, að ég hygg, markverðar rannsóknir á riðu og lýsti
veikinni árið 1912, fyrstur manna hér á landi. Meðal þess sem
hann rannsakaði var hugsanlegt samband milli riðuveiki og
barnalömunar:
„Undanlarin ár hefi ég gert ýmsar athuganir og rannsakað eftir
föngum ýms atriði viðvíkjandi eðli og háttum riðunnar í sauðfé hér
norðanlands. Við það hefir vaknað sú spurning hjá mér, hvort ekki
gæti verið um eitthvert samband — skyldleikasamband — að ræða á
milli riðu og barnalömunar. Hefir mér þótt býsna grunsamlegt, hve
oft hittizt á, að barnalömunartilfelli fara í kjölfar riðunnar eða um
svipað leyti í nokkrum sveitum landsins, enda hefir mér og fundizt
ýms sjúkdómseinkenni minna hvort á annað í kind og manni.
Eitt af þeim atriðum, sem ég hefi sérstaklega tekið til meðferðar
við rannsókn riðunnar er það, hvort hún sé ekki sami sjúkdómurinn,
sem alþekktur er í sauðfé í sumum héruðum Englands og á Skot-
landi, og gengur undir nafinu Louping ill. — Eru sjúkdómseinkenni
og háttalag beggja sjúkdómanna svo nauðalík, að mér hefir þótt
ástæða til að halda, að um einn og sama sjúkdóm væri að ræða. En
þess má geta, að í Lehrbuch der Krankheiten des Schafes, eftir próf.
Th. Oppermann, Hannover 1921, er talið, að Louping ill orsakist af
gerli, sem kenndur sé við enskan lækni, Hamilton að nafni. Þennan
36