Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 39
Munurinn mun þó aðallega fólginn i því, hve langan tima það tekur
frá því að gripurinn sýkist þar til sjúkdómurinn kemur í ljós. Erfða-
vísarnir i þessu sæti eru kallaðir p7 og s". I ljós hefur komið að
viðbrögðin virðast misjöfn við mismunandi stofnum. Þannig kom í
ljós að þegar smitefnið var flutt frá Suffolk fé yfir í mýs var með-
göngutími sjúkdómsins lengstur hjá músum með s7 s7 arfgerð. Væri
aftur á móti flutt smitefni frá Cheviot fé þá var meðgöngutíminn
mun lengri hjá einstaklingum með p7 p7 arfgerð. Einnig virðist
greinilega hafa komið í ljós, að að einhverju leyti sé um ríkjandi
erfðir að ræða.“9
Rannsóknir hafa farið fram á Cheviot kyni og Herdwick
kyni í þeim tilgangi að kanna þátt erfða í smiti. Er tilraunin
framkvæmd á þann hátt að ræktaðar eru tvær línur og eru
hjarðirnar hafðar í einangrun, hvor i sínu lagi, og fyrstu
afkvæmi þeirra sett á. Því næst eru hjarðirnar sýktar og loks,
þegar riðueinkenni eru farin að koma í ljós og næmi einstakra
kinda má áætla, er valið meðal þeirra afkvæma, sem líklegust
eru til að þola riðusmitefnið. Þannig komu smám saman fram
tvær línur, önnur móttækileg fyrir smiti, hin ekki. Sömu nið-
urstöður urðu hjá báðum þessum kynjum og benda þær til
þess að næmi geti að einhverju leyti verið háð ríkjandi erfðum
og að mótstaðan sé bundin við víkjandi erfðavísinn sem þýðir
að mikinn tíma tæki að rækta stofn með mikla mótstöðu. En
lítum á niðurstöður rannsóknanna.
Riðuveiki hjá Herdwick fé eftir smitun undir húð með riðu.
Hópur Fjöldi með riftu/ Fjöldi smitaður Meðgöngutími sjúkdómsins, dagar
Móttækilegur (S) 36/36 185 ± 11
Mótstæður (R) 3/41 673 ± 206
SxR 37/48 266 ± 7
RxS 28/35 260 ± 7
„Kimberlin telur aó notagildi slíkrar ræktunar mætti nýta, ef þaö
tækist að finna arfhreina hrúta og nota þá í sæðingum. Með endur-
tekningum sæðinga í smituðum hjörðum ætti þannig að mega koma
41