Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Side 56
HVERS VEGNA VÆNLEGRA ER AÐ SÆÐA EINA
DÝRATEGUND EN AÐRA
Búfé skiptist í 2 hópa hvað varðar sæði og sæðingu við sam-
ræði. Annars vegar eru jórturdýr þar sem mjög þéttu sæði er
dælt í litlu magni innst í skeið kvendýrsins utan við legháls-
inn. Hins vegar eru flestar aðrar búfjártegundir, þar sem
sæðisfrumunum er dælt með miklu vökvamagni í gegnum
leghálsinn og inn í legið. Fjöldi sæðisfruma er svipaður í
báðum hópunum 1.000 milljónir til 10.000 milljónir, en sæð-
ismagnið er um það bil 1 ml í hrút, 4 ml í nauti, 15 ml i hundi,
100 ml í hesti og 200 ml í gelti.
Þegar nota á sæði til sæðinga er byrjað á því að þynna það
með vökva sem bætir lífskilyrði frumanna, verndar þær gegn
ytri áhrifum, gerir kleift að frysta sæði sumra tegunda og
auðveldar skiptingu sæðisins í marga skammta. Þynningin og
skipting sæðisskammtsins minnkar frjóhæfni sæðisins, en fyrir
þann skaða er auðveldast að bæta í kúm með því að dæla
sæðinu inn fyrir leghálsinn, það er einu þrepi innar en nautið
gerir. Þess vegna má skipta sæði úr einni sæðistöku í allt að
200 skammta og sæða með sama árangri og nautið gerir ef
sætt er á réttum tíma, sem einnig er auðvelt vegna þess hve
beiðslið er stutt. I geitum og ám næst einnig mjög góður
árangur með mikið þynntu frystu sæði ef sætt er fyrir innan
leghálsinn, en það er tiltölulega auðvelt í geitum en mjög
torvelt í ám. I öðrum búfjártegundum er ekki hægt að bæta
fyrir skaðann sem þynning sæðisins veldur, vegna þess að
karldýrið dælir þunnu sæðinu alla leið inn í legið. Gölturinn
gefur þó svo mikið sæði að því má skipta í um það bil 40
skammta. Galtarsæðið þolir illa fyrstingu, en nýjustu þynn-
ingarvökvar varðveita ferkst sæði í allt að 5 daga. Sæðing-
arnar gefa heldur lægra fanghlutfall og frjósemi en gölturinn.
Það sem einnig gerir sæðingarnar torveldar í öðrum búfjár-
tegundum en jórturdýrum er mjög langt gangmál og vanda-
söm tímasetning á sæðingunni. Þetta er eitthvert erfiðasta
atriðið í hrossasæðingum, þar sem sæðisskammtarnir eru svo
fáir að þeim má helst ekki sóa í tvísæðingar.
58
<1