Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Síða 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Síða 56
HVERS VEGNA VÆNLEGRA ER AÐ SÆÐA EINA DÝRATEGUND EN AÐRA Búfé skiptist í 2 hópa hvað varðar sæði og sæðingu við sam- ræði. Annars vegar eru jórturdýr þar sem mjög þéttu sæði er dælt í litlu magni innst í skeið kvendýrsins utan við legháls- inn. Hins vegar eru flestar aðrar búfjártegundir, þar sem sæðisfrumunum er dælt með miklu vökvamagni í gegnum leghálsinn og inn í legið. Fjöldi sæðisfruma er svipaður í báðum hópunum 1.000 milljónir til 10.000 milljónir, en sæð- ismagnið er um það bil 1 ml í hrút, 4 ml í nauti, 15 ml i hundi, 100 ml í hesti og 200 ml í gelti. Þegar nota á sæði til sæðinga er byrjað á því að þynna það með vökva sem bætir lífskilyrði frumanna, verndar þær gegn ytri áhrifum, gerir kleift að frysta sæði sumra tegunda og auðveldar skiptingu sæðisins í marga skammta. Þynningin og skipting sæðisskammtsins minnkar frjóhæfni sæðisins, en fyrir þann skaða er auðveldast að bæta í kúm með því að dæla sæðinu inn fyrir leghálsinn, það er einu þrepi innar en nautið gerir. Þess vegna má skipta sæði úr einni sæðistöku í allt að 200 skammta og sæða með sama árangri og nautið gerir ef sætt er á réttum tíma, sem einnig er auðvelt vegna þess hve beiðslið er stutt. I geitum og ám næst einnig mjög góður árangur með mikið þynntu frystu sæði ef sætt er fyrir innan leghálsinn, en það er tiltölulega auðvelt í geitum en mjög torvelt í ám. I öðrum búfjártegundum er ekki hægt að bæta fyrir skaðann sem þynning sæðisins veldur, vegna þess að karldýrið dælir þunnu sæðinu alla leið inn í legið. Gölturinn gefur þó svo mikið sæði að því má skipta í um það bil 40 skammta. Galtarsæðið þolir illa fyrstingu, en nýjustu þynn- ingarvökvar varðveita ferkst sæði í allt að 5 daga. Sæðing- arnar gefa heldur lægra fanghlutfall og frjósemi en gölturinn. Það sem einnig gerir sæðingarnar torveldar í öðrum búfjár- tegundum en jórturdýrum er mjög langt gangmál og vanda- söm tímasetning á sæðingunni. Þetta er eitthvert erfiðasta atriðið í hrossasæðingum, þar sem sæðisskammtarnir eru svo fáir að þeim má helst ekki sóa í tvísæðingar. 58 <1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.