Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 63
eingöngu rætt um meltur gerðar með notkun lífrænna og
ólífrænna sýra, en ekki um basískar meltur né mjólkursýru-
meltur gerðar með hjálp auðleystra kolvetna. Minnst verður
lítillega á stjórnun framleiðslunnar t.d. með áhrifum upphit-
unar á fóðureiginleika. A það skal bent að ekki verður gerður
hér greinarmunur á meltu (15-20% þurrefni) og meltuþykkni
(40-60% þurrefni), en hvorutveggja kallað melta.
Aðallega verður stuðst við erlendar rannsóknir og til-
raunaniðurstöður, en einnig bent á og vitnað í þær innlendu
tilraunir sem gerðar hafa verið með meltunotkun handa búfé.
2. BÚFJÁRTEGUND
Meltur má nota handa flestum ef ekki öllum tegundum bú-
fjár. Nokkuð er þó mismunandi hversu vel þær nýtast hinum
ýmsu tegundum. Mikilvægasti þátturinn í þessu tilliti er
hvort um er að ræða jórturdýr svo sem sauðfé og nautgripi eða
einmaga dýr eins og svín, minka og refi.
Meltingarfæri jórturdýra eru all frábrugðin meltingarfær-
um einmaga dýra eins og sést á 1. mynd. Einmaga dýr hafa
aðeins einn maga, en segja má að jórturdýr hafi í raun og veru
fjóra þ.e. vömb, kepp, laka og vinstur.
Vömbin inniheldur milljónir örvera sem meðal annars geta
brotið niður tréni og önnur torleyst efni og myndað rok-
gjarnar sýrur sem nýtast sem orka. Hluti próteinanna og síðan
amínósýranna er einnig brotinn niður i kolvetni og amm-
óníak, sem örverurnar geta aftur notað til uppbyggingar á
nýjum amínósýrum og próteinum. Líffræðilegt gildi er
mælikvarði á þann hluta próteinanna sem nýtast skepnunum
til vaxtar og viðhalds líkamsvefja. í sumum tilfellum hafa
örverupróteinin lægra líffræðilegt gildi en fóðurpróteinið,
þannig að það getur verið kostur að próteinið í fóðrinu brotni
ekki niður. Er þá talað um að leysanleiki þess sé lítill. I
fiskimjöli er leysanleiki próteina í vömb yfirleitt lítill vegna
upphitunar við þurrkun. En í meltum er hann aftur á móti
mikill. Þessir eiginleikar vambarinnar gera það að verkum að
65