Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 65
ugleikinn stafar af ýmsum ástæðum t.d. mismun í hráefni,
aðstöðu og aðferðum. Þessar sveiflur þarf að minnka ef nokk-
ur von á að verða til þess að meltur nái að skipa þann sess sem
þeim ber í fóðri hér innanlands.
Mismunandi sýrunotkun, þ.e. hvort notaðar eru lífrænar
eða ólífrænar sýrur eða hvaða tegund af ólífrænni sýru er
notuð, getur ráðið úrslitum um notkunargildi meltnanna.
Það verður því að hafa það í huga á fyrstu framleiðslustigun-
um fyrir hvaða búfjártegund melturnar eru ætlaðar. Þetta er
yfirleitt minna vandamál hjá jórturdýrum heldur en einmaga
dýrum.
Mikilvægt er við alla fóðurgerð að nota eingöngu nýtt,
óskemmt hráefni. Þetta á ekki siður við um meltugerð en aðra
framleiðslu. Sérstaklega er þetta mikilvægt við fóðurgerð
handa minni búfjártegundunum eins og fiskum, loðdýrum og
hænsnum. Þá eru einmaga dýr viðkvæmari en jórturdýr.
Þó að ýmis næringarefni finnist í meltum, eru þær þó fyrst
og fremst próteingjafar. Meltur verða því aldrei nema hluti af
heildarfóðri búfjár, og notagildið takmarkast að mestu leyti af
eiginleikum próteinanna miðað við eiginleika próteina í öðru
fóðri, einkum fiskimjöli. I búfjárfóðri er yfirleitt talað um
hráprótein, sem er köfnunarefni (N) fóðursins margfaldað
með 6,25. Hráprótein nær þvi yfir fleiri efnasambönd, sem
innihalda N, heldur en próteinsambönd. Það er því hægt að
tala um próteinbundið N (PBN) og próteinfrítt N (PFN), sem
nefnist á ensku „non protein nitrogen“ (NPN).
Meltur innihalda oft ekki nema 5-20% PBN, en hægt er að
hafa stjórn á þessu t.d. með hitun á mismunandi stigum
framleiðslunnar eða með notkun formaldahýðs. Þótt nokkuð
af PFN í meltum sé bundið í frjálsum amínósýrum, hafa þær í
mörgum tilvikum lægra næringargildi en ef þær væru
bundnar í próteinum. Amíðefni geta einnig verið um eða yfir
8% í meltum.
Ef meltur innihalda mikið af PFN má oft nota þær með
góðum árangri í gervimjólk handa kálfum og lömbum.
Einnig má nota þær handa eldri jórturdýrum, sé nægileg orka
gefin með. PFN nýtist þá til framleiðslu örverupróteins, sem
67