Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 80
TILRAUNIR I GANGI
Jarðrœkt.
Enn eru í gangi fimm áburðartilraunir, sem lagðar voru út af
Ólafi Jónssyni árið 1954 er Jónas Pétursson var tilraunastjóri.
Þar er um að ræða tilraunir með vaxandi skammta af köfn-
unarefni, fosfór og kalí og svokölluð „sveltitilraun með P og
K, þar sem einn liðurinn fær eingöngu köfnunarefni, annar
köfnunarefni og fosfór, sá þriðji köfnunarefni og kalí og sá
fjórði allar þrjár áburðartegundirnar. Tilraunir þessar eru á
framræstri mómýri. Hin síðari ár hefur landið blotnað veru-
lega upp og er nú svo komið að vandséður er tilgangur þess að
starfrækja þessar tilraunir að óbreyttu, einkum hinar þrjár
fyrstnefndu. Hefur komið til tals að ná fyrir vatnið með skurði
og/eða lokræsum og halda tilraunum þessum áfram og fylgj-
ast þá sérstaklega með gróðurfars- og uppskerubreytingum á
komandi árum. Þótt þessar tilraunir séu hvorki flóknar né
stórar og láti ekki mikið yfir sér, þá hafa þær á löngum tíma
notast vel ásamt svipuðum tilraunum annars staðar til
grundvallar áburðarleiðbeiningum þeim sem út hafa verið
gefnar um árabil. Þær hafa ekki hvað síst gildi til þess að
mæla áhrif af veðurfarssveiflum á sprettu eftir misjafna
áburðargjöf og að margra dómi þykir ástæða til að halda
þeim áfram eftir þá endurnýjun á framræslu sem áður getur.
A þessu sama landi, en ofar í spildunni, þar sem framræsla
er enn í góðu lagi, er fimmta tilraunin frá 1954. Þar er um að
ræða tilraun í þrem liðum, þar sem bornar eru saman þrjár
tegundir af köfnunarefnisáburði, þ.e. Kjarni (ammoníum
nítrat), stækja (ammoníum súlfat) og kalksaltpétur (kalsíum
nítrat). Óverulegur sem enginn munur virðist vera á Kjarna
og kalksaltpétursreitum, hvorki hvað varðar grastegundir né
uppskeru. Stækjureitirnir skera sig hins vegar alveg úr að
þessu leyti, en þar vex svo til eingöngu vallarsveifgras og
uppskeran allmiklu minni, enda hefur áburðartegund þessi
mjög sýrandi áhrif á jarðveginn. Áhrif slíkra áburðartegunda
geta auðvitað verið misjafnar eftir jarðvegsgerð og annarri
meðferð. Til dæmis hefði verið gaman að bera þessar sömu
áburðartegundir saman með og án kölkunar á brennisteins-
82