Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 82
sér arfavöxt, svo eitthvað sé nefnt. Er viss áhugi fyrir því að
endurtaka þessar tilraunir i vor og hafa betri viðbúnað gegn
arfanum en sl. sumar.
Sumarið 1984 byrjuðum við Páll Sigbjörnsson hjá BSA að
gera nokkrar frumkannanir varðandi endurræktun túna á
Austurlandi, bæði úti á Héraði og niður á Borgarfirði. Voru
mældir út reitir til að kalka og/eða til að lofta jarðveginn án
þess að bylta, en áður höfðu verið tekin jarðvegssýni allvíða.
Reynt var að hafa augu opin varðandi hentugt tæki til þess að
rista loftrásir í þéttan jarðveg (loftun). Niðurstaðan var sú að
BSA ásamt Ræktunarfélagi Norðurlands og SÍS keyptu
ítalskt tæki í þessu augnamiði. Tækið kom þó ekki fyrr en
haustið 1985, svo að lítið varð úr framkvæmdum það árið, en
þó voru teknar nokkrar rispur með því áður en frysti. Mun
tækið verða reynt betur að vori en þá mun Bútæknideild á
Hvanneyri verða okkur innan handar. Er í ráði að gera
nokkurt átak í þessu endurvinnslubrölti að ári og taka þá mið
af og, hugsanlega, einhverja samvinnu við Ræktunarfélag
Norðurlands í þessu efni, en þar eru hafnar allmarkvissar
rannsóknir á nokkrum bæjum á Norðurlandi á þessu sviði. Er
ljóst að hér verður um langtímaverkefni að ræða, enda mjög
brýnt og hefði mátt hefja fyrr.
Sauðfjárrœkt.
í ársbyrjun 1985 hófst allviðamikil tilraun sem fyrst og fremst
hefur þann tilgang að meta fóðrunarvirði heyköggla miðað
við það hey, sem þeir eru búnir til úr. Með fóðrunarvirði er átt
við heildarumsetningu á fóðurorku, sem þá er háð fóðurgildi
og því hversu mikið ést af viðkomandi fóðri á dag.
Tilraunadýrin voru 28 geldingar frá vorinu áður. Gelding
fór fram í nóvember og voru þeir rúnir um áramót. Sam-
kvæmt venjulegri heyefnagreiningu þurfti um 1,95 kg í Fe af
tilraunaheyinu.
Geldingunum var skipt niður í sjö jafna hópa, fjórir í
hverjum, nema þrír i einum. Allir voru þeir fóðraðir í ein-
staklingsstíum og fengu hver 200 g af sama heyi sem grunn-
fóður á dag. A.-hópnum var slátrað við upphaf tilraunaskeiðs,
84