Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 83
en hinir voru fóðraðir áfram auk grunnfóðursins á eftirfarandi
hátt:
B-hópur fékk hey sem átti að duga vel fyrir viðhaldi.
C-hópur fékk jafnmikið þurrefni í kögglum og B í heyi.
D-hópur fékk hey að því marki sem þau byrjuðu að
leifa.
E-hópur fékk jafnmikið þurrefni í kögglum og D i heyi.
F-hópur fékk hey samkv. átgetu.
G-hópur fékk köggla samkv. átgetu.
Tilraunaskeiðið stóð í 70 daga og var þá öllum geldingun-
um slátrað.
Þar sem enn vantar nokkuð á að öllum nauðsynlegum
efnagreiningum sé lokið og heildaruppgjör því ekki fyrir-
liggjandi, er vart tímabært að fjalla um niðurstöður. Ymislegt
er þó komið fram. Það sem mönnum þykir einna merkilegast
er að þrátt fyrir það að meltanleikinn á kögglunum reyndist
verulega lægri (51-59%) en á heyinu (63-65%) skila köggla-
flokkarnir samt umtalsvert meiri fallþunga. Þannig voru C-
og E-skrokkarnir tæpum tveim kg þyngri en B og D þótt
svipað magn fóðurs væri gefið. G-skrokkarnir voru um 3,4 kg
þyngri en F-skrokkarnir og greinilega feitari (orkurikari), en
G-lömbin átu u.þ.b. 69% meira af tilraunafóðri en F-lömbin
og um 57% meira af heildarfóðri. Alls át hvert G-lamb um
1500 g af þurrefni í heildarfóðri á dag eða um 1670 g af
heildarfóðri (1470 g af kögglum) yfir allt tímabilið að meðal-
tali.
Þegar þær niðurstöður, sem hér eru fram komnar, eru
bornar saman við svipaðar erlendar tilraunir kemur þrátt
fyrir allt fátt á óvart, hvað sem verður þegar upp er staðið.
í ráði var að halda slíkum tilraunum áfram í vetur og
undirbúa heyfóðrið þannig að það væri af sömu spildu, en
slegið á þrem mismunandi tímum, snemma, á miðju sumri og
seint og fá á það góða og þá, helst af öllu, svipaða verkun í öll
skiptin. Síðan skyldi köggla nægilegt magn af hverjum slætti
og bera saman fóðurgildi og átgetu á óunnu og köggluðu og
missnemmslegnu heyi og nota til þess svipað tækni og árið
85