Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 84

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 84
áður. Þegar til kom reyndist þetta þó óframkvæmanlegt og lágu einkum til þess tvær ástæður: I fyrsta lagi verkaðist heyið mjög misvel, enda sumarið erfitt til heyskapar hér eystra, og í öðru lagi, hefði kostnaðarhliðin borið verkefnið ofurliði að þessu sinni. Af þessum sökum var ákveðið að breyta planinu þannig að nota átgetu á þessum efnivið og þó einkum í kögglaformi, með og án fiskimjöls. Voru notaðar svipaðar skepnur og árið áður og þeim skipt í sex hópa, fimm í fjórum þeirra og fjórir í tveim. Einstaklingsfóðrun var sleppt og var hverjum gelding ætluð 200 g af heyi sem grunnfóður. Að öðru leyti er planið þannig: A-hópur, kögglar að vild úr 1. sláttutíma heyi. B-hópur eins og A nema 100 g af loðnumjöli að auki. C-hópur kögglar að vild úr 2. sláttutíma heyi. D-hópur eins og C að viðbættum 100 g af loðnumjöli. E-hópur kögglar að vild úr 3. sláttutíma heyi. F-hópur eins og E að viðb. 100 g af loðnumjöli. Þá eru þrír geldingar notaðir til þess að fá mat á átið á hverri heygerð fyrir sig og eru þeir einstaklingsfóðraðir. Ætlunin er að slátra geldingunum á 54. degi tilrauna- skeiðsins, sem hófst 27. janúar, eða 21. mars. Verður þá lagt mat á fóðurgildi í hverjum flokki út frá breytingum á lifandi þunga og þá einkum fallþunga án þess að fara út í kostnað- arsamar efna- og orkugreiningu á kjöti eins og í hinni fyrri tilraun. I stað þess verður kjötinu komið í verð. Fullur hugur stendur til þess að gefast ekki upp við fyrri áform. Verður tíminn fram að slætti notaður til þess að útvega fé fyrir næsta ár og undirbúa sláttinn enn betur en hið fyrra ár og vonast eftir betri tíð. í marsbyrjun 1985 rak á fjörur stöðvarinnar, fyrir tilstilli dr. Stefáns Aðalsteinssonar, Skota tvo, sem höfðu meðferðis tæki til þess að skynja fóstrafjölda í sauðfé. Eftir að hafa flokkað ærnar með tilliti til þessa, geldar, einlembur, tvílembur og þrílembur var ákveðið að skipta einlembum í tvo hópa, fóðra annan sem einlembur en hinn sem tvílembur og tvílembum i þrjá hópa og fóðra sem ein- 86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.