Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Síða 84
áður. Þegar til kom reyndist þetta þó óframkvæmanlegt og
lágu einkum til þess tvær ástæður: I fyrsta lagi verkaðist heyið
mjög misvel, enda sumarið erfitt til heyskapar hér eystra, og í
öðru lagi, hefði kostnaðarhliðin borið verkefnið ofurliði að
þessu sinni.
Af þessum sökum var ákveðið að breyta planinu þannig að
nota átgetu á þessum efnivið og þó einkum í kögglaformi, með
og án fiskimjöls. Voru notaðar svipaðar skepnur og árið áður
og þeim skipt í sex hópa, fimm í fjórum þeirra og fjórir í tveim.
Einstaklingsfóðrun var sleppt og var hverjum gelding ætluð
200 g af heyi sem grunnfóður. Að öðru leyti er planið þannig:
A-hópur, kögglar að vild úr 1. sláttutíma heyi.
B-hópur eins og A nema 100 g af loðnumjöli að auki.
C-hópur kögglar að vild úr 2. sláttutíma heyi.
D-hópur eins og C að viðbættum 100 g af loðnumjöli.
E-hópur kögglar að vild úr 3. sláttutíma heyi.
F-hópur eins og E að viðb. 100 g af loðnumjöli.
Þá eru þrír geldingar notaðir til þess að fá mat á átið á
hverri heygerð fyrir sig og eru þeir einstaklingsfóðraðir.
Ætlunin er að slátra geldingunum á 54. degi tilrauna-
skeiðsins, sem hófst 27. janúar, eða 21. mars. Verður þá lagt
mat á fóðurgildi í hverjum flokki út frá breytingum á lifandi
þunga og þá einkum fallþunga án þess að fara út í kostnað-
arsamar efna- og orkugreiningu á kjöti eins og í hinni fyrri
tilraun. I stað þess verður kjötinu komið í verð. Fullur hugur
stendur til þess að gefast ekki upp við fyrri áform. Verður
tíminn fram að slætti notaður til þess að útvega fé fyrir næsta
ár og undirbúa sláttinn enn betur en hið fyrra ár og vonast
eftir betri tíð.
í marsbyrjun 1985 rak á fjörur stöðvarinnar, fyrir tilstilli dr.
Stefáns Aðalsteinssonar, Skota tvo, sem höfðu meðferðis tæki
til þess að skynja fóstrafjölda í sauðfé.
Eftir að hafa flokkað ærnar með tilliti til þessa, geldar,
einlembur, tvílembur og þrílembur var ákveðið að skipta
einlembum í tvo hópa, fóðra annan sem einlembur en hinn
sem tvílembur og tvílembum i þrjá hópa og fóðra sem ein-
86