Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Qupperneq 100
(1786), sem er harla einkennilegt, en í Ferðabók Olaviusar (2.
útg. 2. bindi, bls. 197) segir hann sortuna finnast í Heydal,
Bolungarvík og Hnífsdal á Vestfjörðum, og víða annarsstað-
ar, einnig á Norður- og Austurlandi. „Annars er mikill munur
á hversu fíngerð hún er, og hver áhrif hún hefur á dúka, sem í
henni eru litaðir,“ segir hann. Um tilraunir Olaviusar í þessu
sambandi verður síðar getið.
í ,,Minningum úr Hjaltastaðaþinghá, 1851-1876“ (íslenzkar
sagnir), eftir Þorleif J. Jackson, er birtust í tímaritinu Goða-
steini, 12. árg. (2), 1973, er að finna þessa lýsingu á sortutekj-
unni:
„Sortuna brúkuðu menn til litunar á föt sín. Að efninu til
var þetta græn leðja, og fékkst á vatnshverabotnum í mýra-
flóum. Menn bundu ausu á langa stöng og ráku þetta ofan í
botn á pyttinum og veiddu svo upp leðjuna, og létu svo í
sauðabjór, sem látinn var innan í byðustamp, og náði út af
börmunum. Þegar byðan var orðin full, var bjórinn með
leðjunni tekinn saman, og bundið ramlega fyrir með snæri og
látinn svo í poka og borinn heim á bakinu. Fötin urðu svört
þegar búið var að lita þau.“
Jónas Jónasson frá Hrafnagili, segir í Þjóðháttum sínum (bls.
26): „Algengast var að lita úr sortu, sem tekin var úr forar-
mýrum, er oftast um 1-2 álna djúpt ofan á hana, og lagið
nokkuð þykkt. Hún er hálfþunn eðja og var tekin upp með
klárum, vegin upp á hausnum (á klárunni).
Þórbergur Þórðarson hefur skemmtilega frásögn af sortuferð, í
bók sinni „Um löndog lýði“(2. útg. „I Suðursveit“, Rvík. 1981,
bls. 185). „1 Mýrunum voru hér og þar viðsjárverð dý, og eitt
af þeim var öðruvísi en öll hin. Eg hélt það væri botnlaust, og
þorði varla að koma nálægt því. Það var eins og það væri
lifandi. Það var niðri af Leitunum. Þetta var sortudý, en sorta
var einhverslags leðja, djúpt niðri í jörðinni, sem vaðmál voru
lituð úr.
Þangað fóru foreldrar mínir einu sinni að sækja sortu, og ég
fékk að fara með þeim. Þá var ég mjög lítill og ómerkilegur.
Þau höfðu með sér vallarklár, til að ná sortunni upp með, og
eina eða tvær skjólur, til að láta hana í. Þetta var seint á degi,