Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Side 102

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Side 102
Ég minnist þess oft að hafa séð grásvart, kornótt jarðvegs- efni undir barnamoldarlagi, neðst í mýrajarðvegi. Hefur það líklega verið einhvers konar sorta. Barnamoldin (einnig nefnd pétursmold o.fl.) er ljós að lit (oftast gulhvít-gulgrá), en hún er að mestu leyti kísilgúr, þ.e. mynduð í fenjum, tjörnum eða vötnum, af kísilþörungum sem þar hafa lifað endur fyrir löngu, og skilið eftir sig kísilskeljar sínar, sem lengi vara. Svarta lagið hefur líklega orðið til við ummyndun á botn- leðjunni án súrefnis, undir kísilgúrnum, við samspil ýmissa lífrænna efna (úr rotnandi lífverum) og baktería við járnsölt í vatninu, og má ætla að svarti liturinn stafi einkum af járn- súlfíði (FeS) sem er kolsvart að lit. Brennisteinninn í þetta efni ætti þá að koma úr lífverunum. Stundum slær grænni slikju á efnið úr þessu lagi, eða jafnvel að lagið er grágrænt, sem stafar líklega af því að önnur sambönd af tvígildu járni eru með í spilinu, eða í meirihluta. I rauninni er hér um svipaðan prósess að ræða og þegar mýrarauði myndast, nema hann er sem kunnugt er, ryðrauður, og myndast í pyttum og dýjum nálægt yfirborðinu, þar sem súrefni er ríkulegt, og járnið oxíðerast sem kallað er, og binzt ovið súrefni o.fl. í formi þrígilds járns. (Fe2 03 . fl. sambönd). (Sjá smágrein um þetta í Ársritinu 63. árg. 1966, bls. 47-48). Við sortumyndun er súrefnið fjarri og járnið afoxast. Það er heldur ekki óalgengt að sjá bæði þessi stig, það ryðrauða og það svarta, í sama mýrapyttinum, ásamt öllum millistigum. Er ryðrauða gruggið þá efst í pollinum, en neðar verður það grárauðleitt og síðar grátt eða grásvart í botninum. Ofan á flýtur svo gjarnan járnbráin, sem myndar örþunna speglandi himnu á yfirborðinu. f henni er sagt vera hreint járn. f slíkum pyttum, þar sem gegnstreymi vatns er lítið sem ekkert, getur hæglega orðið súrefnisskortur niður við botninn. Eg minnist nokkurra slíkra pytta í mýrunum heima, sem við krakkarnir gerðum okkur til gamans að hræra í, með hrífuskapti, og kom þá dökka efnið upp á yfirborðið. f mýrum og mýratúnum (nýræktum) má oft sjá grásvart eða svartbrúnt fínkornótt efni, ásamt ryðrauðu efni af svip- aðri gerð, sem virðist hafa orðið til við ummyndun á mold, 104
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.