Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Qupperneq 102
Ég minnist þess oft að hafa séð grásvart, kornótt jarðvegs-
efni undir barnamoldarlagi, neðst í mýrajarðvegi. Hefur það
líklega verið einhvers konar sorta. Barnamoldin (einnig nefnd
pétursmold o.fl.) er ljós að lit (oftast gulhvít-gulgrá), en hún er
að mestu leyti kísilgúr, þ.e. mynduð í fenjum, tjörnum eða
vötnum, af kísilþörungum sem þar hafa lifað endur fyrir
löngu, og skilið eftir sig kísilskeljar sínar, sem lengi vara.
Svarta lagið hefur líklega orðið til við ummyndun á botn-
leðjunni án súrefnis, undir kísilgúrnum, við samspil ýmissa
lífrænna efna (úr rotnandi lífverum) og baktería við járnsölt í
vatninu, og má ætla að svarti liturinn stafi einkum af járn-
súlfíði (FeS) sem er kolsvart að lit. Brennisteinninn í þetta efni
ætti þá að koma úr lífverunum. Stundum slær grænni slikju á
efnið úr þessu lagi, eða jafnvel að lagið er grágrænt, sem stafar
líklega af því að önnur sambönd af tvígildu járni eru með í
spilinu, eða í meirihluta.
I rauninni er hér um svipaðan prósess að ræða og þegar
mýrarauði myndast, nema hann er sem kunnugt er, ryðrauður,
og myndast í pyttum og dýjum nálægt yfirborðinu, þar sem
súrefni er ríkulegt, og járnið oxíðerast sem kallað er, og binzt
ovið súrefni o.fl. í formi þrígilds járns. (Fe2 03 . fl. sambönd).
(Sjá smágrein um þetta í Ársritinu 63. árg. 1966, bls. 47-48).
Við sortumyndun er súrefnið fjarri og járnið afoxast. Það er
heldur ekki óalgengt að sjá bæði þessi stig, það ryðrauða og
það svarta, í sama mýrapyttinum, ásamt öllum millistigum.
Er ryðrauða gruggið þá efst í pollinum, en neðar verður það
grárauðleitt og síðar grátt eða grásvart í botninum. Ofan á
flýtur svo gjarnan járnbráin, sem myndar örþunna speglandi
himnu á yfirborðinu. f henni er sagt vera hreint járn.
f slíkum pyttum, þar sem gegnstreymi vatns er lítið sem
ekkert, getur hæglega orðið súrefnisskortur niður við botninn.
Eg minnist nokkurra slíkra pytta í mýrunum heima, sem
við krakkarnir gerðum okkur til gamans að hræra í, með
hrífuskapti, og kom þá dökka efnið upp á yfirborðið.
f mýrum og mýratúnum (nýræktum) má oft sjá grásvart
eða svartbrúnt fínkornótt efni, ásamt ryðrauðu efni af svip-
aðri gerð, sem virðist hafa orðið til við ummyndun á mold,
104