Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 125
Þá tók til máls Þorsteinn Ólafsson dýralæknir en hann hefur nú verið
ráðinn til Ræktunarfélags Norðurlands og mun taka þar til starfa innan
tíðar. Þorsteinn gerði nokkra grein fyrir námi sínu og fyrri störfum, en
aðalstarf hans síðan hann kom frá námi hefur verið umsjón með Ein-
angrunarstöð holdanauta i Hrísey. Auk þess hefur hann stundað rann-
sóknir á vegum RALA á djúpfrystingu hrútasæðis og sæðinga með því.
Árangur í þessum tilraunum hefur i heild ekki verið nógu góður. Þá
hefur Þorsteinn unnið að rannsóknum á ýmsum þáttum sem varða
frjósemi mjólkurkúa og verður þeim haldið áfram. Þorsteinn óskaði eftir
góðu samstarfi við ráðunauta og bændur á Norðurlandi, og ræddi að
lokum nokkuð væntanleg verkefni sin á vegum félagsins. Kom hann þar
inn á mörg brýn verkefni, s.s. sæðingar refa og hrossa, heilbrigðiseftirlit
út frá niðurstöðum heyefnagreininga og þá sérstaklega i Möðruvalla-
fjósi o.fl.
Þórarinn Lárusson las upp og skýrði reikninga Ræktunarfélags
Norðurlands fyrir árið 1984. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings voru
220.133 kr. i hagnað og efnahagsreikningur sýnir að eigið fé félagsins i
árslok var kr. 847.314,00.
Hózust nú umræður um skýrslur og reikninga. Teitur Björnsson
þakkaði flutning skýrslanna og gerði að umræðuefni breytingar á
mannahaldi Ræktunarfélagsins. Spurðist einnig fyrir um áburðartil-
raunir i Saltvik. Guðmundur Helgi Gunnarsson talaði um störf heima-
öflunarnefndar og sagði að mikill áhugi hefði verið fyrir þvi i nefndinni
að taka sérstaklega fyrir endurvinnslu túna. Jóhannes Sigvaldason
svaraði fyrirspurn Teits og sagði að i dreifðum tilraunum á Norðurlandi
hefði verið notaður áburðurinn Græðir 4a.
Fleiri báðu ekki um orðið undir þessum dagskrárlið. Fundarstjóri bar
þvi næst reikninga félagsins upp til atkvæða og voru þeir samþykktir
samhljóða.
4. Erindi Sigurgeirs Þorgeirssonar sauðfjárræktarráðunauts. Hann hóf mál
sitt um þá stefnu stjórnvalda að draga svo úr framleiðslu sauðfjárafurða
að hún dugi aðeins rúmlega fyrir innanlandsmarkað. Til viðbótar
kemur svo minnkandi neysla á kindakjöti hér innanlands á siðastliðnu
ári. Þarna getur verið um að ræða áhrif vegna skertra niðurgreiðslna
sem leitt hafa til hærra verðs. Við þessu verður að bregðast á þrennan
hátt:
1. Hagkvæmari framleiðslu, sem leiðir af sér lækkandi verð.
2. Framleiðslu á góðri vöru.
3. Markaðssetningu vörunnar eftir óskum neytenda.
Jafnframt hefur nú verið hafin könnun á hugsanlegum útflutningi til
Bandarikjanna.
Sigurgeir sagði nú frá ferð sinni og Gunnars Páls Ingólfssonar til New
York í júli síðastliðnum en ferð þessi var farin á vegum samtaka sauð-
127