Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Síða 125

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Síða 125
Þá tók til máls Þorsteinn Ólafsson dýralæknir en hann hefur nú verið ráðinn til Ræktunarfélags Norðurlands og mun taka þar til starfa innan tíðar. Þorsteinn gerði nokkra grein fyrir námi sínu og fyrri störfum, en aðalstarf hans síðan hann kom frá námi hefur verið umsjón með Ein- angrunarstöð holdanauta i Hrísey. Auk þess hefur hann stundað rann- sóknir á vegum RALA á djúpfrystingu hrútasæðis og sæðinga með því. Árangur í þessum tilraunum hefur i heild ekki verið nógu góður. Þá hefur Þorsteinn unnið að rannsóknum á ýmsum þáttum sem varða frjósemi mjólkurkúa og verður þeim haldið áfram. Þorsteinn óskaði eftir góðu samstarfi við ráðunauta og bændur á Norðurlandi, og ræddi að lokum nokkuð væntanleg verkefni sin á vegum félagsins. Kom hann þar inn á mörg brýn verkefni, s.s. sæðingar refa og hrossa, heilbrigðiseftirlit út frá niðurstöðum heyefnagreininga og þá sérstaklega i Möðruvalla- fjósi o.fl. Þórarinn Lárusson las upp og skýrði reikninga Ræktunarfélags Norðurlands fyrir árið 1984. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings voru 220.133 kr. i hagnað og efnahagsreikningur sýnir að eigið fé félagsins i árslok var kr. 847.314,00. Hózust nú umræður um skýrslur og reikninga. Teitur Björnsson þakkaði flutning skýrslanna og gerði að umræðuefni breytingar á mannahaldi Ræktunarfélagsins. Spurðist einnig fyrir um áburðartil- raunir i Saltvik. Guðmundur Helgi Gunnarsson talaði um störf heima- öflunarnefndar og sagði að mikill áhugi hefði verið fyrir þvi i nefndinni að taka sérstaklega fyrir endurvinnslu túna. Jóhannes Sigvaldason svaraði fyrirspurn Teits og sagði að i dreifðum tilraunum á Norðurlandi hefði verið notaður áburðurinn Græðir 4a. Fleiri báðu ekki um orðið undir þessum dagskrárlið. Fundarstjóri bar þvi næst reikninga félagsins upp til atkvæða og voru þeir samþykktir samhljóða. 4. Erindi Sigurgeirs Þorgeirssonar sauðfjárræktarráðunauts. Hann hóf mál sitt um þá stefnu stjórnvalda að draga svo úr framleiðslu sauðfjárafurða að hún dugi aðeins rúmlega fyrir innanlandsmarkað. Til viðbótar kemur svo minnkandi neysla á kindakjöti hér innanlands á siðastliðnu ári. Þarna getur verið um að ræða áhrif vegna skertra niðurgreiðslna sem leitt hafa til hærra verðs. Við þessu verður að bregðast á þrennan hátt: 1. Hagkvæmari framleiðslu, sem leiðir af sér lækkandi verð. 2. Framleiðslu á góðri vöru. 3. Markaðssetningu vörunnar eftir óskum neytenda. Jafnframt hefur nú verið hafin könnun á hugsanlegum útflutningi til Bandarikjanna. Sigurgeir sagði nú frá ferð sinni og Gunnars Páls Ingólfssonar til New York í júli síðastliðnum en ferð þessi var farin á vegum samtaka sauð- 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.