Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Page 8
8
LANDSBÓKASAFNIÐ 1948—1949
að, og væntanlegar eru innan skamms filmur af ýmsum íslenzkum handritum í kon-
ungiega bókasafninu í Stokkhólmi.
Eins og áður hefir verið getið á Landsbókasafnið nú fullkomin tæki til þess að
gera photostat og filmur af handritum, en vegna rúmleysis hefir ekki verið unnt að
nota þessi tæki svo sem skyldi. Þó hefir verið gert allmikið af myndum, bæði fyrir
innlenda menn og erlenda, og mun verða lagt kapp á að koma þessari starfsemi í
fastar skorður, þegar þjóðminjasafnið flytur úr húsi Landsbókasafnsins, sem væntan-
lega verður á þessu ári. Er hér mjög mikilsvert verkefni fyrir höndum, því að með
hjálp myndavélarinnar er unnt að auka handritasafnið í stórum stíl og veita fræði-
mönnum aðgang að heimildum, sem nú eru dreifðar víðsvegar og fáum gefst kostur
á að kanna til hlítar.
Safn
Helga Tryggvasonar
Á árinu 1948 keypti ríkisstjórnin mikið safn íslenzkra blaða og
tímarita af Helga bókbindara Tryggvasyni, en hann hafði unn-
ið að safni þessu um alllangt skeið og lagt í það mikla vinnu.
Með bréfi, dags. 8. okt. 1948, afhenti menntamálaráðuneytið Landsbókasafninu allt
þetta safn og heimilaði því að „taka til eigin nota það, sem æskilegt telst að dómi lands-
bókavarðar“.
Þó að blaða- og tímaritasafn Landsbókasafnsins sé í heild miklum mun fyllra en
þetta safn Helga Tryggvasonar, er því mikill fengur að þessum viðauka til endurnýjunar
og fyllingar slitnum eintökum, en auk þess eru í safni Helga nokkur torfengin blöð,
einkum félagablöð og dægurflugur ýmsar frá síðari árum, sem skotizt hafa undan
prentsmiðjuskilum og vantaði því í Landsbókasafnið. Þar sem fáir halda saman blöð-
um nú á tímum, reynist söfnum oft örðugt að fylla slík skörð, og fór því vel, að þetta
safn komst í eígu ríkisins. Færir Landsbókasafnið hér með menntamálaráðuneytinu
beztu þakkir fyrir þetta verðmæta framlag til safnsins.
Þess skal getið, að safn Helga Tryggvasonar er ekki talið með í ritauka áranna
1948—49, vegna þess að enn er ekki fullráðið, hve mikill hluti þess verður skrásettur.
Er nú verið að framkvæma ýtarlega könnun á blaða- og tímaritakosti Landsbókasafns-
ins, og verður það úr safni Helga Tryggvasonar, sem þörf þykir að taka inn í Lands-
bókasafnið, skrásett smám saman. Að þeirri könnun lokinni mun Landsbókasafnið
væntanlega geta komið til liðs við önnur opinber söfn í landinu, sem hug hafa á að
auka og fylla blaða- og tímaritasöfn sín.
Eins og kunnugt er, hefir Landsbókasafnið lengi búið við óhæfileg
þrengsli og er nú óhjákvæmilegt að ráða þar einhverja bót á. Það
eru nú 30 ár liðin síðan þáverandi landsbókavörður, Jón Jakobsson, taldi ógerning
að halda safninu í sæmilegri röð og reglu vegna rúmleysis og lagði því eindregið til,
að Þjóðminjasafninu og Náttúrugripasafninu yrði séð fyrir öðru húsrými hið bráð-
asta. En þessum söfnum hafði aldrei verið ætluð vist í húsi Landsbókasafnsins nema
til bráðabirgða. Um þessar mundir var bókaeign safnsins talin um 100 þúsund bindi,
en nokkrum þúsundum bóka hafði þá þegar vegna þrengsla verið komið í geymslu í
húsi Jóns Magnússonar við Hverfisgötu. Nokkrum árum síðar fékk safnið til bóka-
Húsnæðismál