Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Qupperneq 10
10
LANDSBÓKASAFNIÐ 1948—1949
aði útbúa þannig, að hann yrði bezta og öruggasta bókageymsla safnsins. Færi vel á
að flytja þangað handritasafnið, íslenzk geymslueintök og aðra þá gripi, sem mest
ríður á, að vel séu geymdir. Við það losnaði mikið geymslurúm fyrir almennar deildir
safnsins.
A það verður að Ieggja ríka áherzlu, að Náttúrugripasafnið verði flutt burt úr
húsinu samtímis Þjóðminjasafninu, og að ráðstafanir til þess verði gerðar sem fyrst.
Auk nauðsynja Landsbókasafnsins virðíst fara vel á því, að þessi tvö söfn fylgist að
framvegis eins og hingað til. Gestir eru vanir að gera eina ferðina til þess að skoða
söfnin bæði, og mundu margir kunna því illa, að annað safnið væri suður á Melum,
en bitt á Arnarhóli. Það er augljóst, að óþægindi Þjóðminjasafnsins af að hýsa
Náttúrugripasafnið nokkur ár yrðu hverfandi í samanburði við þær búsifjar, sem
Landsbókasafnið hefir orðið að þola við að hýsa söfnin bæði meira en mannsaldri
lengur en ráð var fyrir gert og mundi enn verða að þola, ef það ætti að hýsa Náttúru-
gripasafnið þangað til fyrirhugað hús þess verður fullbúið. Er þess vænzt, að Alþingi
og ríkisstjórn líti á nauðsyn Landsbókasafnsins í þessu máli og geri þær ráðstafanir,
sem með þarf.
Löq um Landsbókasafn
og um afhending
skyldueintaka
Haustið 1947 skipaði menntamálaráðuneytið nefnd til þess
að „11 gera tillögur til ráðuneytisins um, hvert vera skuli
verksvið Landsbókasafns og Háskólabókasafns, hvors um sig,
2) endurskoða gildandi ákvæði um skyldueintök rita handa
bókasöfnum, 3 I gera tillögur um önnur atriði varðandi bókasöfn, er nefndinni virð-
ist ástæða til.“
I nefndina voru skipaðir þeir Björn Sigfússon, háskólabókavörður, Finnur Sig-
mundsson, landsbókavörður, Jakob Benediktsson, magister, Sigurður Nordal, pró-
fessor, og Þorkell Jóhannesson, prófessor. Formaður nefndarinnar var Sigurður
Nordal.
Nefnd þessi ræddi verkefni sitt á allmörgum fundum og var samvinna hin bezta.
Að loknum störfum afhenti nefndin menntamálaráðuneytinu tvö frumvörp: Frv. til
laga um Landsbókasafn og Frv. til laga um afhending skyldueintaka til bókasafna.
Við samningu frumvarpanna naut nefndin aðstoðar Ragnars Jónssonar lögfræðings.
Frumvörp þessi voru síðan lögð fram sem stjórnarfrumvörp á Alþingi 1947, en
komu of seint til að hljóta afgreiðslu í það sinn. Á Alþingi 1948 voru þau borin
fram óbreytt og urðu bæði að lögum, hið fyrra með tveimur lítilsháttar viðaukum,
en hið síðara óbreytt. Lögin eru prentuð á öðrum stað í Árbókinni (bls. 211) ásair.t
nokkrum athugasemdum, sem nefndin lét fylgja frumvörpunum til ráðuneytisins, og
reglugerð, sem nefndin stóð að og var sammála um í öllum greinum.
Lög þau um Landsbókasafnið, sem gilt hafa hingað til, voru orðin úrelt fyrir löngu.
og var því brýn þörf þessarar lagasetningar. í meginatriðum eru hin nýju lög stað-
festing á þeim starfsháttum í rekstri safnsins, sem skapazt hafa smám saman, en að auki
eru því lagðar nýjar skyldur á herðar, svo sem dreifing skyldueintaka frá prentsmiðj-
um og rekstur bókaskiptastöðvar. Þá er lagður grundvöllur að nánari samvinnu en