Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Page 11
LANDSBÓKASAFNIÐ 1948—1949
11
verið hefir við Háskólabókasafnið og önnur sniærri söfn opinberra stofnana. Gæti sú
samvinna orðið hin gagnlegasta öllum aðilum, en þarf að sjálfsögðu nokkurn undir-
búning.
Alþingi hefir með samþykkt þessara laga sýnt góðan skilning á menningarhlutverki
Landsbókasafnsins, og mun mega treysta því, að þing og stjórn veiti safninu framvegis
aðstöðu til þess að rækja þetta hlutverk sitt á viðunandi hátt.
^ Árbókin er í þetta sinn eins og síðast gefin út í einu Iagi fyrir tvö ár,
en framvegis mun hún koma út á hverju ári, ef unnt verður að koma
því við. Þess er vænzt, að ritgerð dr. Björns K. Þórólfssonar um íslenzka skrift geti
orðið til nokkurs stuðnings þeim, sem vilja temja sér lestur gamalla handrita, og munu
síðar birt í Árbókinni fleiri sýnishorn af rithöndum Islendinga frá ýmsum tímum. Hin
fróðlega frásögn dr. Richards Beck um Hjört Þórðarson og bókasafn hans, sem frægt
er orðið vestan hafs, er liður í greinaflokki um íslenzka bókasafnara og bókamenn,
sem Árbókin ætlar sér að flytja smám saman, og munu ýmsir leggja þar orð í belg.
Viðbótarskrá Lárusar Sigurbjörnssonar um íslenzk leikrit mun mörgum kærkomin á
þeim tímamótum í íslenzkri leiklistarsögu, sem nú virðast fara í hönd með starfsemi
þjóðleikhússins. Prentuð er nú í fyrsta sinn handhæg skrá í stafrófsröð um heiti allra
íslenzkra leikrita, frumsaminna og þýddra, sem Lárus Sigurbjörnsson veit deili á, en
enginn er honum jafnfróður í þessum efnum.
4
Landsbókasafni, 1. marz 1950.
Finnur Siginuiidsson.