Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Qupperneq 14
14
D R. PÁLL EGGERT ÓLASON
hinna prentuðu hóka, gat Páll varið meiri tíma til handritaskrárinnar, og var hún
síðan prentuð smám saman eftir því sem fé var fyrir hendi. Var prentun skrárinnar
með lyklum og nafnaskrám lokið 1937. Er hún í þremur stórum bindum í fjögurra
hlaða broti, samtals rúmlega 2050 blaðsíður. Stærðin ein gefur þó ekki til kynna að
fulhi, hve mikil vinna liggur í riti þessu, því að í slíkum Irókum fer oft lítið fyrir
úrlausn, sem kostað hefir langa Ieit og torsótta. Skrá þessi er hið mesta þrekvirki og
kjöigripur allra, sem fást við íslenzk fræði. Hún er yfirleitt traustur og góður leiðar-
vísir um efni handritasafnsins, það sem hún nær, og munu ekki önnur rit Páls Egg-
erts, þó ágæt séu, koma íslenzkum fræðum að meira gagni.
Síðasta verk Páls Eggerts í þarfir Landsbókasafnsins er aukabindi við handrita-
skrána, sem út kom 1947, og er þar lýst þeim handritum, sem safnið hafði eignazt
eftir að aðalskráin var prentuð. Er þetta bindi að öllu með sarna sniði, lyklum og
nafnaskrám, og er nær því 200 blaðsíður að stærð.
Landsbókasafnið var um 40 ára skeið annað heimili Páls Eggerts Ólasonar, þó að
aldrei væri hann þar faslur starfsmaður. Sat hann þar löngum við rannsóknir sínar
og ritstörf og var stundum seint á ferli. Ekki ræddi hann að jafnaði um verkefni sitt
eða táðfærði sig við aðra menn, en því fastar rýndi hann i rykfallna skjalaböggla og
gulnuð blöð. Enginn vissi á því betri deili, hvar heimilda væri að Ieita, og kom honum
þar að góðu haldi margra ára starf við skrásetningu handrita og bóka ásamt frábæru
minni.
Vinnuþrek Páls Eggerts við ritstörf var með fádæmum og unni hann sér stundum
lítillar hvíldar, þegar sá gállinn var á honum. Þó kom fyrir, að hann slíðraði rit-
vopnið nokkra daga í senn. En ekki leið á löngu að jafnaði, þar til liann var kominn
aftur í sínar gömlu skorður og sat þá stundum sVo fast, að hann lét færa sér mat
sinn að skrifborði sínu.
Eftir að Páll Eggert hafði lokið síðasta verki sínu í þarfir Landsbókasafnsins,
aukabindi handritaskrárinnar, tók hann sarnan pjönkur sínar þar og sást sjaldan í
safninu tvö síðustu árin, enda var þá heilsan tekin að bila. Handtök hans í Lands-
bókasafninu voru mörg og merk og mun safnið lengi að þeim búa.
F. S.