Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Page 116
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
Nokkur orð um íslenzkt skrifletur
Listin að rita latínuletur mun hafa orðið svo að segja samferða kristninni hingað
til lands. Á fyrra hluta 11. aldar störfuðu hér nokkurir erlendir trúboðsbiskupar, og
einn þeirra, Bjarnharður hinn saxlenzki. sem bjó í Vatnsdal nyrðra, var hér þangað
til Ólafur kyrri tók ríki í Noregi eftir fall Haralds föður síns 1066, og hafði Bjarn-
harður þá dvalið 20 ár hér á landi. Hróðólfur biskup, sem bjó að Bæ í Borgarfirði,
var hér í 19 ár og mun hafa farið af landi burt rétt fyrir 1050, og segir Landnáma,
að hann léti eftir þrjá munka. Ekki er greint, hverrar þjóðar munkar þessir voru,
en ætla má, að þeir hafi verið íslenzkir og vígðir af biskupi til þess að halda trúboðs-
starfinu áfram. Heimildir geta ekki fleiri vígðra manna, er væru á vegum hinna er-
lendu biskupa, en vafalaust hafa þeir lært og vígt presta til kirkna þeirra, sem reistar
voru víðs vegar um landið, og þó að lítill lærdómur hafi sennilega verið látinn duga,
hefur enginn, sem ekki kunni að skrifa, fengið prestsvígslu. Ekki er líklegt, að margir
Islendingar hafi siglt til náms á fyrra hluta 11. aldar. Heimildir nefna aðeins einn,
Isleif Gissurarson, sem biskup varð fyrstur íslenzkra manna. Hann gekk í klaustur-
skóla í Herfurðu í Westfalen, sennilega skömmu eftir 1020, og kom heim með prests-
vígslu. Eftir að Isleifur var tekinn til starfa sem biskup (1056), hélt hann skóla í
Skálholti, kenndi klerkleg fræði og vígði presta. Sams konar kennslu var haldið uppi
í Haukadal og Odda, og ekki lét fyrsti Hólabiskupinn, Jón Ögmundarson (vígður
1106) það lengi dragast að stofna skóla á biskupssetri sínu. Vafalaust hefur prestum
fjölgað til muna á dögum hinna fyrstu innlendu biskupa. Að því hafa skólarnir stutt
og ekki síður hitt, að efnalega var komið fótum undir kirkjuna með tíundarlögum
Gissurar biskups Isleifssonar 1096.
Heimildir segja ekki frá því, að neitt væri ritað hér á landi á 11. öld, nema ef til
þeirrar aldar skal heimfæra vitnisburð þann um rétt Islendinga í Noregi, sem brátt
getur nánar. En ekki er ástæða til að ætla, að kunnátta sú, sem klerkar öðluðust í
ritlist, hafi verið látin ónotuð með öllu. Telja má víst, að þeir hafi skrifað upp
latneskar guðsorðabækur og að bréfagerðir á latínu hafi átt sér stað. Samkvæmt
Hungurvöku sendi erkibiskupinn í Brimum bréf til Islands og bannaði íslendingum
að þiggja þjónustu af biskupum nokkurum, sem hingað komu í óleyfi lians og voru