Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 135
NOKKUR ORÐ UM ÍSLENZKT SKRIFLETUR
135
20. mynd. Vísitazía Brynjóljs biskups að Tröllatungu 1643 ejtir vísitazíubók í Þjóðskjalasafni.
Hönd Bjarna Gissurssonar skálds, síðar prests í Þingmúla. Smœkkað.
Kirckia .) Timgu J Steingrijmsfyrde ereffter wilchins / Máldaga helgnd Mariæ drottnijngu Jóne
Postula Þollake / Biskupe og Margretæ Meyu hun á heimaland allt. Effraból / hlijdarsel1 ad Götu-
dal. Fiórdung J skógar lande Attung J / hualreka J Róffá og J Eggvere. Land allt J Groffenne litlu
/ allann hualreka og vidreka. Attung J hualreka J heidabæ. / Fimtung J hualreka ad heydalz á.
Tolfftung j hualreka aa / strönd mille karhaffnar og grindar ad affteknum tolfftunge
lund. hana ritaða í lok 15. aldar eða jafnvel fyrr, enda mátti leturgerðin vel benda til
svo gamalla tíma, gotnesk dráttaskipun m. m. En síðar veitti Kálund því eftirtekt, sem
nú er viðurkennt, að sama hönd er á 604 og AM 713. 4to, og í 713 er kvæði, sem ekki
getur verið ort fyrr en 1539. Nú telur ritari 604 sig gamlan mann, og sé það að
marka, er sennlegast, að sú skinnbók sé ekki eldri en frá öðrum fjórðungi 16. aldar.-’
Islendingar hafa verið öðrum þjóðum seinni til að taka upp þann sið að rita á
pappir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld, en allt, sem vér eigum ritað
frá þeirri öld, er á skinni nema eitt hréf dagsett á Möðruvöllum í Eyjafirði 13. sept.
1437.3 Þó segir í bréfi dags. sama stað 15. apríl 14234 að „með fest“ bréf á latínu
frá 3. s. m. sé skrifað (þ. e. frumritað) á pappír, og er þetta, eins og Jón Þorkelsson
kemst að orði, „hin elztu rök, er vér nú vitum, til að pappír hafi verið notaður til rit-
gerðar á íslandi,“ enda var höfundur bréfsins Norðmaður. Það hefur geymzt í sam-
tíma afriti á skinni.5 Annað elzta pappírsbréf, sem geymzt hefur, er sendibréf Og-
mundar biskups til Jóns biskups Arasonar frá 1528 (8. mynd), og aðeins örfá bréf
eru til á pappír fram um 1540. Menn hafa skrifað mikilvæg bréf og gerninga á skinn,
vegna þess, að það er varanlegra en pappír, en sennilegt er, að pappír hafi þegar á 15.
öld verið notaður til minni háttar sendibréfa, sem eðlilega hafa ekki geymzt. Elzta
íslenzk pappírsbók er bréfa og minnisbók Gissurar biskups Einarssonar, en vafalaust
1) Hér er skrifað á rönd og vísað inn með annari hendi: Arnkötludal.
2) Sbr. Jón Helgason Nokkur íslenzk handrit jrá 16. öld. Skírnir 1932 bls. 143—68.
3) DI IV, 570—71. 4) Sama bd. 308—09. 5) Sama bd. 303—08.