Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Page 150
150
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
29. mynd er sýnd æfð skrifarahönd jafnvíg á margar leturgerðir, enda er þar góð
fljótaskrift. Hrein, lipur og skýr fljótaskriftarhönd er sýnd á 31. mynd. Árni Böð-
varsson var skólagenginn maður, enda skrifar hann rímur sínar með fljótaskrift (32.
mynd), en það mundu eldri rímnaskáld naumast hafa gert. Hönd hans minnir að sumu
leyti á eldri leturgerðir. Hönd Magnúsar sýslumanns Ketilssonar (33. mynd) er ná-
lega hrein fljótaskrift, Jregar frá eru skilin þau orð, sem hann auðkennir með letur-
breytingum. Þó notar hann límingarstaf til að tákna au í orðinu auðmjúk fremst
í 3. línu textans. Hrein fljótaskriftarhönd með aldönsku samtíma skriftarlagi er sýnd
á 34. mynd. Textinn er á dönsku, enda úr embættisbréfi til stjórnarinnar í Kaupmanna-
höfn, en skrifarinn er vafalaust íslenzkur. Á fyrra hluta 19. aldar verður fljótaskrift
enn þá margbrotnari en verið hafði. og eru notaðir allir möguleikar, sem sú leturgerð
liafði í sér fólgna, til þess að gera drætti sem flesta og flóknasta. Sbr. 35. mynd.
Á 17. öld nota sumir engilsaxneskt / í fljótaskriftartextum, þó að það eigi þar illa
heima. Á 18. öld munu menn ekki nota Jrann staf í fljótaskrift, heldur einungis í sett-
letri eða þegar stafagerð Jress er haldið. Um aldamótin 1800 er hætt að nota hann í
venjulegri skrift, og mun hann ekki notaður eftir þann tíma nema til viðhafnar í let-
urbreytingum (hjá Bólu-Hjálmari I.
Á 18. öld nota sumir forn bönd jafnvel í fljótaskrift, einkum þegar þeir skrifa upp
gömul rit. Þó mun fljótaskrift sjaldan mjög bundin. enda fer ekki vel á því að binda
liana. Notkun banda leggst ekki með öllu niður fyrr en á 19. öld.
Á 18. öld, einkum síðara hluta hennar, varð skriftarkunnátta almennari en fyrr
hafði verið, og af því leiddi, að rithendur urðu margvíslegri og hver annari ólíkari.
Þó eru rithendur presta líkari en húast mætti við, og veldur því vafalaust skriftar-
kennsla í skólunum. Á 19. öld greinast rithendur langtum meir en fyrr hafði átt sér
stað, eins og alkunnugt er.
Stálpenna mun fyrst getið hér á landi árið 1833. Þá sendi C. C. Rafn Sveinbirni
Egilssyni fjóra stálpenna, en Sveinbjörn Jrakkaði gjöfina með stúfhendri vísu dýrt
kveðinni.1 Er auðsætt, að Jrá liafa stálpennar verið mjög fágætir hér á landi, og hafa
Jreir sennilega jmrft áratugi til að útrýma fjöðrinni. Þó gæti textinn á 35. mynd verið
skrifaður með stálpenna. Texti 36. myndar er jjað vafalaust.
Þegar kemur fram um miðja 19. öld leggja menn fljótaskrift af og taka upp snar-
hönd, en hún er í raun og veru hin gamla latneska léttiskrift fornmenntamanna með
litlum breytingum. Snarhönd Jóns Sigurðssonar er sýnd á 36. mynd. Um 1880 mun
fljótaskrift að mestu lögð niður hér á landi.
1) Ljóðmœli Sveinbjamar Egilssonar Rvík 1856 bls. 106.