Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 153
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON:
Um sögubrotið
„Undan krossinum44 eftir Einar Benediktsson
í grein minni um þýðingu Einars Benediktssonar á Pétri Gaut í síðustu Árbók
Landsbókasafnsins var á það drepið neðanmáls ( bls. 177, Afmæliskveðja til Halldórs
Hermannssonar, bls. 119), að Einar myndi hafa látið byrja að prenta í prentsmiðju
sinmi frumsamda sögu, sem heitið hefði Undir krossinum, en aðeins verið prentaðar
af henni tvær arkir og nú líklega báðar glataðar. Heimildarmaður minn að þessu
hafði þó ekki munað þetta að öllu rétt né vitað á því full deili. Síðan hef ég komizt
að raun um, að sagan hét ekki Undir krossinum, heldur Undan krossinum, af henni
voru ekki aðeins prentaðar tvær, heldur þrjár arkir, og er a. m. k. eitt eintak til
varðveitt af þeim. Þar sem þykja má nokkrum bókfræðitíðindum sæta, er upp kemur
áður óþekkt hálfrar aldar gömul skáldsaga prentuð eftir Einar Benediktsson, jafnvel
þótt brot eitt sé, skal hér nokkuð frá henni sagt og þar með fyllt og leiðrétt frásögn
síðustu Árbókar um þetta efni.
I
Árið 1897 var á marga lund merkisár í íslenzkri bókmenntasögu. Á þessu hálfrar
aldar afmæli fyrstu ljóðmælaútgáfna Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrímssonar
voru nú enn prentaðar fyrstu ljóðabækur tveggja höfuðskálda, Þyrnar Þorsteins
Erlingssonar og Sögur og kvæði eftir Einar Benediktsson. Um þessar mundir var
mikill rnóður í Einari, sem var þá rúmlega þrítugur (f. 1864). Hann hafði hleypt af
stokkunum nýju blaði í Reykjavík, Dagskrá, sumarið 1896, og þá um haustið komið
á laggirnar nýrri prentsmiðju til að prenta í blaðið sitt nýja. En um sumarið 1897
kom Dagskrá um skeið út daglega og varð þar með fyrsta dagblað á íslandi. Og það
var ekki aðeins, að Einar gerði þá úr garði fyrstu frumsömdu bók sína (sem kom að
vísu ekki á markað fyrr en í apríl 1898, þótt hún beri ártalið 1897). Hann lét þennan
sama vetur, 1897—98, byrja að prenta tvær bækur aðrar, sem hann hafði lagt hönd
að, en hætti við prentun beggja í miðjum klíðum og eyðilagði síðan upplagið.
Annað var þýðing hans á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Var þá prentað af henni
sem svaraði þremur fjórðu hlutum leikritsins, en nú er aðeins til, svo að vitað sé, eitt
eintak þessarar prentunar, sem nær svo langt fram. En frá þýðingargerðum og útgáf-