Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Síða 164
164
RICHARD BECK
ið, að kennari hans á æskuárum hans vestra gat ekki horið fram nafnið Hjörtur, en
kallaði hann í staðinn Chester, og festist nafnið síðan við hann meðal enskumælandi
manna, og er slík nafnbreyting fjarri því að vera einsdæmi um Islendinga vestan hafs.
Hjörtur Thordarson var af traustum stofni og átti skammt ætt að rekja til vísinda-
hneigðra manna. Faðir hans, Þórður Arnason, var af Háafellsætt í Borgarfirði syðra,
en móðir Hjartar, kona Þórðar, var Guðrún Grímsdóttir bónda að Grímsstöðum í
Reykholtsdal, systir séra Magnúsar Grímssonar, er sneri á íslenzku Eðlisfrœði eftir J.
G. Fischer, sem Hið íslenzka Bókmenntafélag gaf út á sínum tíma (Kaupmannahöfn,
1852). Varð þessi bók áhrifarík í lífi hins víðkunna systursonar þýðandans, eins og
enn mun sagt verða.
Þórður og Guðrún bjuggu að Stað í Hrútafirði og fluttu þaðan til Vesturheims, en
aðrir segja frá Dalgeirsstöðum í Miðfirði. Voru þau í „stórhópnum fyrsta“, sem svo
hefir nefndur verið, er fór vestur um haf seint í ágústmánuði 1873, og staðnæmdust
þau fyrst í Mihvaukee-borg í Wisconsin. (Smbr. „Stórhópurinn fyrsti“, Saga íslend-
inga í Vesturheimi, II, eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, Winnipeg, 1943, bls. 172—73).
í hópi barna þeirra, sem vestur fluttust með þeim, voru þessir þrír synir þeirra: Hjört-
ur, Þórður, síðar læknir og ritstjóri Vínlands í Minneota, Minnesota, og Grímur, síðar
bóndi og einn af fyrstu landnámsmönnum í íslenzku byggðinni í Norður-Dakota;
meðal barna hans er T. W. Thordarson, prófessor í fræðslumálum við Landbúnaðar-
háskólann (State Agricultural College) í Fargo, Norður-Dakota. Má og bæta því við,
að ætt þessi er orðin mjög fjölmenn vestan hafs. Einn af bræðrum Guðrúnar var Stein-
grímur Grímsson bóndi á Pembinafjöllum í Norður-Dakota, er vestur flutti 1882; son-
ur hans er Guðmundur Grímsson, hæstaréttardómari í Norður-Dakota.
Hjörtur Thordarson er fæddur að Stað í Hrútafirði þ. 12. maí 1867, og var því á
sjötta ári, er hann fór með foreldrum sínum til Vesturheims. Stuttu eftir komu þeirra
til Milwaukee andaðist faðir hans, og fluttist ekkjan þá með fjórum börnum sínum
til Dane-héraðs í grennd við Madison, Wisconsin; eftir tveggja ára dvöl á þeim
slóðum fluttist fjölskyldan til Shawano-héraðs norðar í Wisconsinríki, en þar hafði
þá myndazt íslenzk nýlenda. (Smbr. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga Islendinga í
Vesturheimi, II, bls. 226—30, og Almanak O. S. Thorgeirssonar, 1928, en þar er birt
skrá yfir þá, sem voru í íslenzka söfnuðinum í Shawano, fyrsta íslenzka söfnuðinum
vestan hafs, samkvæmt kirkjuhók séra Páls Þorlákssonar, stofnanda og prests safn-
aðarins.)
Ekki varð þó umrædd íslenzk nýlenda langlíf (1874—18801, enda fámenn og bú-
skapur erfiður þar í skóglendinu, jarðvegurinn ófrjór og eigi vel til akuryrkju fallinn.
Varð það því að ráði að flytja þaðan norður og vestur á bóginn til Pembina-héraðs
í Norður-Dakota (eða „Dakota Territory“, eins og landsvæðið nefndist þá), þar sem
gnægð var frjósams lands við vægu verði.
Sumarið 1880 lagði landnemahópur þessi af stað til „fyrirheitna landsins“. Ferð-
uðust konurnar og yngri börnin með járnbrautarlest, en karlmenn og unglingar í
tjaldvögnum með húsgögn, búnaðaráhöld og gripi landnemanna, og að miklu leyti