Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Page 173
HJÖRTUR THORDARSON OG BÓKASAFN HANS
173
Grasafræðiritin skipa mikið rúm í safninu, enda eru þau stórvægur þáttur í menn-
ingarsögu hverrar þjóðar, jafnnátengd og sú fræðigrein er bæði búfræði og Iæknis-
fræði, enda eru í þessum flokki fjöldi þeirra rita, sem fjalla um notkun jurta til
lækninga. Eintakið af fyrstu ensku útgáfunni af hinu víðfræga grasafræðiriti af því
tagi, The Great Herbal (1526 ), er afburða fagurt að búningi, og segist dr. Bay myndi
telja það perluna í safninu, ef útgáfuna af kvæðum Shakespeares væri eigi þar að
finna. Hann getur einnig um litla bók í grasafræði (A Boke oj the Propertyes oj
Herbes, 1540), sem Hjörtur hafi komizt yfir og sé eigi í neinu öðru bókasafni og
algerlega óþekkt áður.
Skal þá vikið að læknisfræðinni, en í safninu er sægur rita þess efnis, bæði vís-
indalegs eðlis og þá ekki síður alþýðlegra rita um heilsufræði og heimilislækningar
frá 16. og 17. öld. Meðal hinna merkustu rita af því tagi er Thomas Elyot: The Castell
of Health (1541), afar fágætt, og má hið sama segja um annað mjög víðlesið rit í
þeirri grein, John Hall: Select Observations on English Bodies or Cures (1657), en
í því sambandi má til fróðleiks geta þess, að höfundurinn kvæntist árið 1607 Súsönnu
Shakespeare, dóttur skáldjöfursins William Shakespeares, og stóð brúðkaupið í
Stratford.
Umrædd rit, og önnur þeirn lík, varpa eigi aðeins ljósi á þróunarsögu læknisfræð-
innar og heilsufræðinnar, heldur einnig á þjóðtrú, siðu og menningarbrag, og eiga
því mikið menningarsögulegt gildi.
Skyld ritunum um læknis- og heilsufræði eru rit þau, sem fjalla um fisk- og dýra-
veiðar til skemmtunar og heilsubótar. Af slíkum ritum í safninu má sérstaklega geta
um fyrstu fimm útgáfurnar og margar síðari af hinu fræga riti Isaac Waltons: The
Compleat Angler, fyrst prentað 1653, og sígilt rit í enskum bókmenntum.
Margt er einnig í safninu af bókum í öðrum greinum vísindanna en þeim fram-
antöldu og svokölluðum „vísindum“: efnafræði og gullgerðarlist (Alchemy), stjörnu-
fræði og stjörnuspáfræði (Astrology), dýrafræði, námu- og steinfræði, draumspám
og lófalestri og öðrum dularfræðum. Meðal annars er þar að finna fyrsta rit á ensku
um gullgerðarlist, en það er George Ripley: The Compound of Alchemy (1591).
Bregða slík rit, þó ekki eigi þau vísindalegt gildi, birtu á hugsunarhátt manna og
sannleiksleit mannsandans. Og þegar maður minnist glímu vísindamanna og annarra
sannleiksleitenda við hjátrú og hindurvitni, hvarfla í hug orð séra Matthíasar Joch-
umssonar: „Ógurleg er andans leið upp á sigurhæðir.“
Eins og vænta má, þegar í minni er borið, að Hjörtur var raffræðingur, skipa rit
um segulaflið og rafmagnsfræði virðulegt rúm í safni hans, og er þar að finna grund-
vallarrit um það efni frá ýmsum tímum. Mikilvægt rit af því tagi er Mark Ripley:
Short Treatise of Magneticale Bodies and Motions (1613). Má og í því sambandi
minna á, að rit Konunglega Brezka Vísindafélagsins (The Royal Society) frá byrjun
(1665) er að finna í heild sinni í safninu, gullfallegt eintak að búningi.
Þá er og í safninu allmargt merkisrita í stjórnfræði. hagfræði og uppeldisfræði.