Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 174
174
RICHARD BECK
Má þar sérstaklega nefna fyrstu og aðra útgáfuna af hinu kunna riti Rogers Aschams:
The Schole-Master (1570 og 1589), sem Hjörtur hafði sérstakar mætur á og vitnaSi
oft í, því aS heilbrigSa lífsspeki er þar aS finna.
Onnur rit í safninu fjalla um verzlun og siglingar. Einnig er þar mikill fjöldi sagn-
fræSirita, ferSasagna og landfræSirita frá 16. og 17. öld. Sem dæmi slíkra rita má
nefna Olaus Magnus: Historia cle Gentibus Septentrionalibus (1555 og 1558). Af
meiri háttar ferSabókum skal þess getiS, aS þar er aS finna rit Marco Polo (1579) og
margra annarra hinna kunnustu ferSalanga og landkönnuSa. Bækurnar sérstaklega
varSandi Vesturheim (Americana) eru einnig aS miklu leyti ferSabækur.
Þá er safniS ekki sízt merkilegt fyrir þaS, hve auSugt þaS er aS dýrmætum nátt-
úrufræSiritum skreyttum litmyndum, aS tréskurSarmynda-bókmenntum frá 15.—17.
öld og bókum prýddum koparstungum frá síSari öldum. Eru sum af þeim ritum mjög
fágæt, t. d. Sibthorps: Flora Graeca, sem aSeins var fullgert í tuttugu eintökum. Þá
eru þar smærri rit um sama efni, svo sem Flora Danica, afbragSs eintak í fögru bandi,
og önnur jafnfögur, sem fjalla um einstök blóm, eins og Victoria Regia (1851), síS-
asta bókin, sem Hjörtur kvaS hafa beSiS um aS fá aS sjá, áSur en hann lézt.
MeSal gersema safnsins aS fegurS og frágangi eru ýmis ritin í fuglafræSi, ekki
sízt hiS frábæra myndasafn Audubons: Birds oj America (1828—301, í afar vönduSu
bandi. Þá eru í safninu nokkrir tugir rita um skjaldarmerki, sérstaklega þau, er eiga
fyrirmyndir í ríki náttúrunnar.
Fjarri fer, aS saga þróunar mannsandans og menningarlegrar viSleitni hans hefSi
veriS fullsögS í safninu, ef þar hefSi veriS gengiS fram hjá ritum um trúarleg efni,
enda lét Hjörtur sér mikiS annt um aS safna slíkum ritum. Skipar þar öndvegi hin
fágæta Coverdale Bible (1535), fyrsta heiIdarþýSing Ritningarinnar á enska tungu;
auk annarra fágætra trúfræSirita eru einnig í safninu valin rit helztu kirkjuleiStoga,
aS ógleymdum ritum ýmissa guSfræSinga, er jafnframt hneigSust' aS vísindum og
sagnfræSi. Útgáfur merkra heimspekirita fyrri alda er þar einnig aS finna.
Þá sætir þaS eigi síSur furSu, þar sem safniS er einkum vísindalegs eSlis, hversu
auSugt þaS er aS sígildum bókmennta- og fagurfræSiritum, svo sem fyrstu eSa eldri
þýSingum af ritum grískra og latneskra öndvegishöfunda. Einnig eru þar, eins og
búast má viS í safni slíks menntavinar, fyrstu og aSrar fágætar útgáfur af ritum
helztu enskra skálda á 16. og 17. öld, og kórónar útgáfan af kvæSum sjálfs Shake-
speares (Poems, 1640) þá deild safnsins. Margt er þar einnig merkra og fágætra rita
um fagurfræSi.
AS lokum skal vikiS aS íslenzku bókunum í safninu, en þær eru um 800 talsins,
aS sögn Hagedorns bókavarSar. Hefur hann enniremur tjáS mér, aS þar sé aS finna
allmargar meiri háttar útgáfur fornsagnanna, talsverSan fjölda (líklega um 400)
hóka um ýmis efni, sem gefnar voru út á Islandi frá því á 16. og fram á þessa öld,
sæmilega samfelldar heildir íslenzkra og vesturíslenzkra tímarita (Ný Félagsrit, Tíma-
rit hins íslenzka Bókmenntajélags, Skírni, Andvara, Eimreiðina, Syrpu o. s. frv.), og
loks nokkur handrit. T. d. er mér kunnugt um, aS handrit af kvæSum Þorskabíts voru