Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Page 175
HJÖRTUR THORDARSON OG BÓKASAFN HANS
175
í höndum Hjartar, og því að líkindum í safninu; hef ég í huga að grennslast frekar
eftir því, er tækifæri gefst. Eintak af Guðbrandarbiblíu er og í safninu. Loks er þar
að finna bréf úr fórum Sir Josephs Banks varðandi Island, eitthvað 70 talsins, og
eiga þau vafalaust nokkurt sögulegt gildi.
Islenzka deildin í safninu, þó ýmislegt sé þar góðra rita, er því fjarri því að vera
sambærileg við hið íslenzka safn Harvard-háskólans, hvað þá heldur við Fiskesafn
Cornell-háskólans í Ithaca. Hitt sýnir þetta safn íslenzkra rita í hinu mikla safni
Hjartar af öðrum ritum, að þó hugur hans í starfi og bókasöfnun hneigðist sérstak-
lega í vísindaáttina, þá hélzt vakandi áhugi hans á íslenzkum bókmenntum og þjóð-
legum fræðum, enda var ræktarsemin við ætt og erfðir djúpstæður þáttur í skapgerð
hans og fylgdi honum til daganna enda.
Liti maður svo á hókasafn hans í heild sinni — og hér hefur aðeins verið stiklað
á nokkrum allra stærstu steinum — þá er auðsætt, að það er mikið afrek og merki-
legt, sem ber bæði vitni óvenjulegri elju á því sviði og þá ekki síður þekkingarþrá og
sannleiksást safnandans. Og hann var maður þaullesinn. Bækurnar voru honum eigi
aðeins til skrauts, þó að hann kynni vel að meta hvert augnayndi þær voru, myndum
prýddar og fagurlega bundnar; þær voru honum um annað fram til fræðslu, upp-
spretta lærdóms og yndis, svölun fróðleiks- og sannleiksþorsta lians. Ameríski há-
skólakennarinn og eðlisfræðingurinn dr. Henry Crew, sem var gagnkunnugur Hirti,
lýsti honum áreiðanlega rétt, er hann sagði: „Að skipa þessum glæsilegu bindum á.
hilluna, án þess fyrst að kynnast efni þeirra, hefði í huga hr. Thordarson verið ófyrir-
gefanlegt fals.“
En um safn hans almennt farast Hagedorn bókaverði þau orð í niðurlagi ritgerðar
sinnar, að Hirti hafi áreiðanlega tekizt að ná takmarki sínu með safninu, að þar sé
að finna víðtæka og glögga yfirsýn yfir sjónarsvið brezkrar menningar og vísinda-
legrar þróunar, og að þess vegna sé þar um frábært bókasafn að ræða; skuldi því
menntastofnun sú, sem nýtur þess, safnandanum mikla þökk, og ber að leitast við að
halda áfram starfi hans.
Safnið er því Hirti Thordarson varanlegur minnisvarði, og jafnframt glögg og
eftirminnileg lýsing á sjálfum honum. „Það speglar lífsskoðun hans á margan hátt,
trú hans á lífinu og gildi þess og virðingu hans fyrir mannlegri viðleitni. Það er
sjaldgæft að vera sjálfinenntaður stórhöldur í iðnaði, en hafa um leið slíkan unað af
bókum og slíkan skilning á samhengi lífsins.“ (Kristinn K. Olafsson.)
Flestum betur af íslenzkum stofni vestan hafs hefur Hjörtur Thordarson sannað það
í verki, að Örn Arnarson fór ekki með neitt fleipur, er hann komst svo að orði um
íslendinga vestan hafs í kvæði sínu, er vitnað var til í greinarbyrjun:
Þeir sýndu það svart á hvítu
með sönnun, er stendur gild,
að ætt vor stóð engum að baki
að atgervi, drengskap og snilld.