Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Page 212
212
LOG U M
LANDSBÓKASAFN
íslenzkra bóka og handrita og önnur rit, er íslenzka bókfræði varða, eftir því sem fé
er veitt til í fjárlögum.
6. gr.
Landsbókasafn veitir viðtöku skyldueintökum frá íslenzkum prentsmiðjum og ann-
ast ráðstöfun þeirra samkvæmt reglugerð.
Safnið skal reka miðstöð bókaskipta við erlend söfn og vísindastofnanir.
7. gr.
Landsbókasafn skal hafa samvinnu við Háskólabókasafn og sérfræðibókasöfn, sem
ríkisstofnanir og félög eiga, um bókakaup og bókalán. Halda skal uppi sérstakri skrán-
ingarmiðstöð fyrir söfn þessi og má fela Háskólabókasafni forstöðu hennar að fengnu
samþykki háskólaráðs.
8. gr.
Forseti skipar landsbókavörð. Landsbókavörður stýrir safninu undir yfirstjórn
menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðherra skipar allt að 6 bókaverði, að fengnum tillögum Iandsbóka-
varðar.
9. gr.
Laun landsbókavarðar og bókavarða fara eftir Iaunalögum.
10. gr.
Landsbókavörður ræður bókakaupum til safnsins, eftir því sem fé endist til.
Háskólaráð skipar safninu ráðunauta um bókaval, svo marga og í jreim fræðigrein-
um, sem ástæða þykir til. Starf þeirra er ólaunað.
Landsbókavörður skal leita tillagna ráðunautanna um bókakaup til safnsins.
11. gr.
íslenzk tónverk og prentmyndir falla undir ákvæði Iaga þessara.1
12. gr.
Menntamálaráðuneytið setur reglugerð um stjórn og starfshætti safnsins, samvinnu
þess við önnur bókasöfn og önnur atriði, er ástæða þykir til. í reglugerð má ákveða
viðuilög við brotum notenda á starfsreglum safnsins.
13. gr.
Með lögum þessum falla úr gildi lög nr. 56 22. nóv. 1907, um stjórn landsbóka-
safnsins, og lög 33 4. júní 1924, um sameiningu yfirskjalavarðarembættisins og lands-
bókavarðarembættisins.
14. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
1) Þessi grein er við'bót Alþingis.