Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 213
LOG U M LANDSBÓKASAFN
213
Athugasemdir bókasafnsnefndar
Fiv. er ætlað að marka stefnuna í vísindalegum bókasafnsmálum þjóðarinnar.
Landsbókasafnið er þjóðbókasafn Islands, svo sein verið hefur. Háskólabókasafn og
önnur sérsöfn eiga sérstökum hlutverkum að gegna og lýtur hvert sínum tilgangi og
sinni stjórn, sem ekki er ástæða til að setja löggjöf um í þessu sambandi. En gert er
ráð fyrir samvinnu safnanna með frjálsu samkomulagi og hafi Landsbókasafn forystu
um þá samvinnu.
Hlutverk Landsbókasafns verður eins og áður fyrst og fremst varðveizla íslenzkra
rita, prentaðra og óprentaðra, og rita, er ísland og íslenzk efni varða. Jafnframt held-
ur safnið uppi almennum erlendum bókakosti, svo víðtækum sem tök eru á. Starfssvið
safnsins og notkun verður eingöngu miðað við fræðimenn. Það getur ekki gegnt hlut-
verki ahnannabókasafns. Það hlutverk verður að ætla bæjar- og héraðsbókasöfnum
og lestrarfélögum.
Fram til síðustu áratuga hefur Landsbókasafn verið hið eina vísindalega bókasafn
þjóðarinnar. En nú hafa risið upp eða eru að rísa nokkur önnur vísindaleg bókasöfn.
Stærst þeirra er Háskólabókasafn. En auk þess hafa ýmsar stofnanir efnt til bóka-
safna vegna starfsemi sinnar eða rannsókna, svo sem atvinnudeild háskólans, rann-
sóknastofa háskólans, náttúrugripasafnið o. fl. Hvert þessara safna er miðað við þarf-
ir sinnar stofnunar og ætlað það hlutverk framvegis. En samvinna allra slíkra safna
er eðlileg og nauðsynleg, og er Landsbókasafni ætlað að gangast fyrir henni.
Koma á upp skráningarmiðstöð safnanna. Er gert ráð fyrir því, að Háskólabóka-
safn annist hana, að fengnu samþykki háskólaráðs. Það er talið heppilegt fyrirkomu-
lag, því að mörg sérsafnanna eru tengd háskólanum.
Með þeirri skráningarmiðstöð notast bókakostur safnanna að fullu, hvar sem bæk-
urnar eru varðveittar. Menn geta gengið að skránni og fengið þar yfirlit um bókakost
safnonna og gengið síðan að bókunum, þar sem þær eru.
Auk þess sem þetta fyrirkomulag tryggir hina fyllstu notkun bókakosts þess, sem
til er, stuðlar það einnig að hagkvæmri meðferð þess fjár, sem til bókakaupa er varið,
og kemur í veg fyrir óþörf kaup sama rits til tveggja bókasafna eða fleiri.
Gert er ráð fyrir því, að söfnin komi sér saman um nánara fvrirkomulag þessarar
samvinnu, svo sem skráningu bókanna, röðun þeirra og notkun og lán bókasafna á
milli. En hvert safn, sem þátt tekur í þessari samvinnu, skuldbindur sig um leið til að
hlíta þeim reglum, sem um hana verða settar.
í frv. er gert ráð fyrir því, að Landsbókasafn reki miðstöð bókaskipta við erlend
söfn og vísindastofnanir. Til þeirrar starfsemi ver það fyrst og fremst skyldueintök-
um þeim, sem ekki þarf að ráðstafa innanlands. Má ætla, að safnið geti á þennan hátt
aukið bókakost sinn að dýrmætum verkum á hagkvæman hátt. Að sjálfsögðu getur
miðstöð bókaskiptanna einnig orðið sérsöfnunum til stuðnings á sama hátt. En auk
þess má ætla, að íslenzkir útgefendur mundu vilja eiga samvinnu við slíka miðstöð og
njóti hennar til þess að kynna bækur sínar erlendis.