Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Síða 214
214
LÖG UM L A ND S BÓKASAFN
Slík miðstöð bókaskipta ætti að verða mikilvæg til kynningar íslenzkra bókmennta
og bókagerðar erlendis og tekur upp hlutverk, er hingað til hefur ekki verið unnið að
á markvissan hátt.
Loks er Landsbókasafni fengið það hlutverk að annast rannsóknir í íslenzkri bók-
fræði og gefa út nauðsynlegar bókaskrár. Hlýtur það að teljast skylda þjóðbókasafns-
ins íremur en annarra, og er mjög brýn nauðsyn á, að það verk verði unnið skjót-
lega.“
LÖG
um ajhending skyldueintaka til bókasajna
(Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 1949)
|
1. gr.
Ollum prentsmiðjum hér á landi og öðrum fyrirtækjum, sem margfalda prentað eða
ritað mál, nótur, myndir og uppdrætti (með ljósprentun, steinprentun, koparstungu,
fjölritun o. s. frv.), er skylt að láta Landsbókasafni í té ókeypis af framleiðslu sinni
sem bér segir:
a. fjögur eintök af smáprenti öllu, sem minna er en ein örk, þar með taldar myndir og
unpdrættir, sem ekki eru hluti bóka eða blaða, svo og bókum, tímaritum og blöð-
um, sem fjölrituð eru í 50 eintökum eða fleiri;
b. átta eintök af blöðum, sem út koma einu sinni á viku eða oftar;
c. tólf eintök af öllu öðru prentmáli.
Af bókum og ritum, sem íslenzkir bókaútgefendur láta prenta erlendis, skal kostn-
aðarmaður skyldur að afhenda Landsbókasafni ókeypis eintök eftir sömu reglum,
sem að ofan greinir.
Bækur og tímarit skulu afhent heft, og sé rit prentað á fleiri tegundir pappírs en
eina, skulu að minnsta kosti þrjú eintök vera á þeirri pappírstegund, sem bezt er.
Aihendingarskyldar eru endurprentanir og sérprentanir úr blöðum og tímaritum,
nýjar útgáfur og endurprentanir bóka, séu breytingar gerðar á efni þeirra eða fyrir-
komulagi, enda þótt sama letursteypa sé notuð og bókin ekki talin ný útgáfa.
2. gr.
Enn fremur skulu útgefendur þeir, stofnanir, félög eða einstaklingar, sem njóta
styrks af almannafé til útgáfu á ritum, afhenda Landsbókasafni ókeypis allt að 10 ein-
tökum hvers slíks rit, ef landsbókavörður óskar þess .
3. gr.
Það prentað mál, sem er algert trúnaðar- eða einkamál og aðeins ætlað ákveðnum
þröngum hóp manna, getur útgefandi ákveðið, að bókasafn leyfi ekki að nota, fyrr
i