Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Side 217
217
LÖG UM SKYLDUEINTÖK
þennan rétt. Þegar útgeíendur vita fyrirfram um kvöðina, sem styrk fylgir, kostar hún
þá Iitlu meira en nemur pappír og framhaldsprentun þessara eintaka. Afhendingin
getur ekki dregið úr innanlandssölu bókar, en þarflegt getur reynzt, að Landsbóka-
safnið útbreiði þessi rit erlendis.
Um 3. gr.
Ákvæði þessi eru ný, en nauðsynleg. Ekki er æskilegt, að leyndarskylda sé lengri en
þarf, og mætti, þegar reynsla er fengin, takmarka hana nánar eftir tegundum efnis og
setja um það ákvæði í reglugerð Landsbókasafns. Rangt þykir að láta eigi söfnunar-
skylduna ná til rita, þótt hvergi séu til sölu höfð.
Um 4. gr.
Með ákvæðum þessarar greinar er því starfi létt af lögreglustjórum að annast og
ábyrgjast innheimtu og dreifingu skyldueintaka. Þetta eykur starf í Landsbókasafni,
en hindrar tvíverknað, tafir og óþægindi fyrir marga aðila. Reynsla hefur sýnt, að
bæði lögreglustjórar og bókaverðir hafa talið sér hagræði að sniðganga lög um þetta
efni og koma á milliliðalausum viðskiptum safnanna og prentsmiðjanna. Með því hef-
ur þó skapazt eftirlitsleysi og glundroði, sem ekki er hægt að sporna við, nema móttaka
eintakanna sé öll á valdi Landsbókasafns. Vitanlega er það ekki tilgangur þessarar
greinar, að bækur prentaðar á Akureyri skuli fyrst fluttar til Reykjavíkur í Lands-
bókasafnið og skyldueintök sömu rita til bókasafnsins á Akureyri flutt að því búnu
þangað norður. Þess vegna ákveður reglugerð, hvar afhending fer fram o. s. frv.
Ákvæðið um bókaskrár er staðfesting venjunnar, sem nú ríkir.
Um 5. gr.
Núgildandi ákvæði eiga að haldast um sk\ldueintakavarðveizlu Landsbókasafns,
Háskólabókasafns og bókasafns Norðurlands á Akureyri.
Um ráðstöfun annarra skyldueintaka má hiklaust ætla, að reglugerð dugi.
Meðan Island var í löggjafartengslum við Danaveldi, var ekki óeðlilegt, að löggjöf
ákvæði urn þau þrjú skyldueintök, sem prentsmiðjulögin ráðstafa þangað, og um
skyldueintak til háskólans í Winnipeg var látin ná sama regla. Eftir skilnað íslands og
Danmerkur á þetta eftir eðli málsins að breytast í bókaskiptasamninga, sem þjóð-
bókasöfnin verði meginaðilar að, og um skyldueintakasendingu til Vesturheims er
bezt, að gildi sama regla. Lagabreytingin, sem hér er lagt til að gera, fyrirbyggir ekki,
að bókasendingar til hinna erlendu aðila verði nær óbreyttar frá því, sem er, en fast-
ræður ekkert um, að þær skuli vera óbreyttar. Menntamálaráðherra og landsbókaverði
hlýtur að vera annt um það á hverjum tíma, að reglugerðarákvæðin um bókaskipti
við útlönd séu haganleg landsmönnum og samvinnunni milli þjóða.
Bókasafn ísafjarðarkaupstaðar, bókasafn Austurlands á Seyðisfirði og bókasafn
Vesturlands í Stykkishólmi eru samkvæmt prentsmiðjulögunum skyld að taka til
varðveizlu allt prentmál í sama mæli og hin stærri og efnaðri söfn. Bókasafnsnefnd