Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Síða 218
218
LÖG UM SKYLDUEINTÖK
hugði að auka þyrfti mjög tekjur og skyldur þessara safna, en beina vexti þeirra
þangað meir sem notkunarþarfir eru brýnastar. Þess vegna vildi hún taka burt frá
þeim kvöðina um alhliða varðveizlu, en treysta menntamálaráðherra, sem er háður
þingvilja, til að tryggja þessum söfnum í reglugerð þann rétt, sem þeim er hollastur,
til að kjósa ókeypis allar nauðsynlegar bækur og tímarit úr skyldueintökum. Um val
þeirra safna á skyldueintökum blaða verður miklu þrengra, eins og sýnt er í skýring-
unni við 1. gr. Og nokkurn kost blaða hlýtur reglugerðin að ætla þjóðskjalasafni, sem
tekið hefur við skyldueintökum þeirra að lögum. En líkur eru til, að blaðaeftirspurn
útlendu bókasafnanna verði minni en nemur þeim 4 eintökum blaða, sem þeim eru
ætluð nú í lögum, og verða þá möguleikar innlendu safnanna til blaðasöfnunar eitt-
hvað minna skertir en ætla iná af 1. gr.
þarf ekki að fjölyrða.“
Um 6.—8. gr.
REGLUGERÐ UM LANDSBÓKASAFN
Stjórn sajnsins.
1. gr.
Landsbókavörður hefur umsjón með allri vinnu í þarfir safnsins. Er öllum starfs-
mönnum þess, bókavörðum. bókbindurum, húsverði og öðrum skylt að hlíta fyrir-
mælum hans.
2. gr.
Landsbókavörður annast öll viðskipti safnsins og fjárreiður. sér um bréfagerðir
þess og reikningshald og afhendir menntamálaráðuneytinu við árslok tvíritaðan
reikning yfir tekjur þess og gjöld ásamt fylgiskjölum. Haun ræður verkaskiptum
milli bókavarða, hefur umsjón með bókabandsvinnustofu safnsins og annarri starf-
semi þess og sér um kaup á efni og áhöldum.
3. gr.
Haldin skal undir umsjón landsbókavarðar viðtökubók um öll rit, sem safnið eign-
ast, og sér hann um, að spjaldskrá safnsins sé jafnan í fullu lagi. Landsbókavörður
annast útgáfu Árbókar safnsins og annarra rita, sem út kunna að verða gefin á