Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 219
KEGLUGERÐ UM LANDSBÓKASAFN
219
vegam þess. Nákvæm skrá um öll íslenzk rit, sem út koma, skal prentuð í Árbók safns-
ins, skýrsla um starfsemi þess og ritgerðir um íslenzka bókfræði og bókmenntir.
4. gr.
Landsbókavörður ákveður öll kaup á bókum, tímaritum og handritum til safnsins,
en leita skal hann tillagna sérfræðinga eða ráðunauta, sem settir kunna að verða,
einkum þegar um þröng sérfræðisvið er að ræða eða mjög dýrar bækur og ritsöfn.
5. gr.
Landsbókasafnið veitir viðtöku öllum skyldueintökum, sem prentsmiðjum og bóka-
útgefendum ber lögum samkvæmt að láta af hendi, og annast úthlutun þeirra sem hér
segir:
1. Safninu sjálfu er skvlt að halda tveim eintökum af öllu prentmáli, stóru og smáu,
og skal annað þeirra vera geymslueintak. Heimilt er safninu að halda þriðja ein-
takinu, þegar líklegt er að dómi landsbókavarðar, að tveggja notkunareintaka sé
þörf.
2. Háskólabókasafni og bókasafni Norðurlands ber að afhenda eitt eintak hvoru af
öllu prentmáli.
3. Bókasöfnin í Stykkishólmi, Isafirði og Seyðisfirði hafa rétt til að velja úr þeim
ritum, sem eru ein örk eða stærri, og úr tímaritum, sem koma út mánaðarlega eða
sjaldnar. Skulu þau senda Landsbókasafninu fyrir hver marzlok skrá um valin
rit, þeirra sem út hafa komið næsta ár á undan, og annast það sendingu bókanna
á kostnað viðtakenda.
4. Því sem afgangs verður af skyldueintökum, þegar fyrrgreind söfn hafa neytt rétt-
inda sinna, skal úthlutað til erlendra bókasafna og vísindastofnana, og skulu
þjóðbókasöfn Danmerkur, Noregs og Sviþjóðar sitja í fyrirúmi, en vestanhafs
háskólabókasafnið í Winnipeg.
Að öðru leyti fer úthlutun bókanna eftir því, sem landsbókavörður telur hagkvæm-
ast með hliðsjón af gagnkvæmum hlunnindum og notaþörf íslenzkra bóka á hverjum
stað.
6. gr.
Landsbókasafnið leitast við að afla bóka til safnsins með bókaskiptum við erlend
söfn og vísindastofnanir og ver til þess þeim skyldueintökum, sem eigi er ráðstafað
til innlendra safna, útgáfubókum safnsins og öðrum þeim ritum, sem safnið kann að
eignast umfram eigin þarfir. Bókaskiptamiðstöð safnsins annast einnig bókaskipti
fyrir aðrar íslenzkar ríkisstofnanir, sem þess kunna að óska, og aflar í því skyni nauð-
syniegra sambanda við erlendar bókaskiptastöðvar.
7. gr.
Um skráningarmiðstöð, sbr. 7. gr. laga nr. 44/1949, um Landsbókasafn, munu síðar
verða sett ákvæði í sérstakri reglugerð.