Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 223
REGLUGERÐ UM LANDSBÓKASAFN
223
getur landsbókavörður lánað bók án milligöngu útlánsvarðar. Afhendir hann þá út-
lánsverSi kvittunina í næsta útlánstíma meS áritun sinni um undanþáguna.
23. gr.
Rétt til útlána hafa þeir menn. karlar og konur, 18 ára og eldri, sem eiga lögheim-
ili í Reykjavík og eru, aS mati útlánsvarSar, líklegir til aS standa skil á bókum þeim,
sem þeir fá aS láni, og færir um aS greiSa andvirSi þeirra, ef þær glatast. Menn, sem
eiga lögheimili utan Reykjavíkur, útlendingar eSa aSrir, sem útlánsvörSur þekkir ekki
né veit deili á, geta því aSeins fengiS bækur lánaSar heim, aS þeir afhendi útlánsverSi
ábyrgSarskírteini frá manni búsettum í Reykjavík, sem tekur fulla ábyrgS á bókunum
og útlánsvörSur metur gildan.
24. gr.
Ef bók skemmist eSa glatast í höndum lánþega, er honum skylt aS greiSa bætur
eftir mati landsbókavarSar. Ef fullar bætur fást eigi greiddar, hefur lánþegi fyrirgert
rétti sínum til útláns, unz úr er bætt. Ef miklar sakir eru, má neita honum um af-
greiSslu í lestrarsal. AndvirSi glataSra bóka skal innheimta meS málssókn, ef lánþegi
greiSir eigi fullar bætur refjalaust.
25. gr.
Þeir sem óska aS fá bækur lánaSar heim, afhenda útlánsverði skriflega beiðni um
þaS á þar til gerSum eyðublöðum með greinilegri undirskrift sinni, dagsetningu og
heimilisfangi. Er útlánsverði skylt að leiðbeina þeim, sem ekki vita til hlítar, hvernig
ætlast er til að eyðublöðin séu útfyllt. Enginn fær að hafa fleiri en 5 lánsbækur sam-
tímis. Þó getur landsbókavörður veitt undanþágu frá því ákvæði, ef lánþegi færir
gild rök fyrir því, að sér sé þess þörf vegna fræðilegra starfa. Lánþegi má halda hverri
bók einn mánuð, ef eigi er öðruvísi fyrir mælt af útlánsverði. Að lánstíma liðnum ber
honum að skila bókunum ótilkvaddur og fær þá kvittanir sínar afhentar. Ef lánþega
þykir sér vera þörf á að halda bók lengur en einn mánuð, getur hann fengið lánið
framlengt, en þó því aðeins, að eigi hafi aðrir lagt drög fyrir að fá bókina. Heimilt
er landsbókaverði að leyfa Háskólabókasafni lán til lengri tíma en hér er gert ráð
fyrir, gegn því að bækurnar séu þá tiltækar notendum í lestrarsal Háskólabókasafnsins.
26. gr.
Nú skilar lánþegi ekki bókum á réttum skiladegi, og skal þá útlánsvörður innan
þriggja daga krefja hann bréflega eða munnlega um skil. Ef það ber ekki árangur og
bókin er enn í höndum lánþega þegar 6 dagar eru liðnir frá réttum skiladegi, skal bók-
in sótt heim til hans, og hefur hann þá fyrirgert rétti sínum til útlána næstu 6 mánuði.
ítrekuð vanskil varða missi á rétti til útlána fyrir fullt og allt.