Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Síða 224
224
REGLUGERÐ UM LANDSBOKASAFN
27. gr.
Lánþegum er með öllu óheimilt að lána öðrum bækur þær, er þeir fá að láni úr
Landsbókasafni. Varðar það missi réttar til útlána. Undanþágu frá þessu ákvæði má
þó veita um þær bækur, sem lánaðar kynnu að verða Háskólabókasafni til notkunar
í lestrarsal þess.
28. gr.
Á tímabilinu frá 1. maí til 1. júní ár hvert fara engin útlán fram, og eigi eru þá held-
ur framlengd bókalán. Á þeim tíma skulu allir lánþegar skila bókum þeim, er þeir
hafa úr safninu.
29. gr.
Undanþegin útlánum eru:
a. öll handrit, myndir og uppdrættir,
b. allt prentmál á íslenzku og önnur rit, sem merkt eru íslands-deild safnsins,
c. allar fágætar bækur og rit, sem erfitt er að bæta ef glatast,
d. allar bækur handbókasafns.
Eigi má heldur lána út dýr ritsöfn eða heildarverk, hvorki einstök bindi né verkið í
heild. Þegar vafi þykir leika á, hvort bók falli undir ofangreind ákvæði, sker lands-
bókavörður úr. Ef sérstaklega stendur á, getur landsbókavörður veitt undanþágu frá
ofangreindum ákvæðum, en eigi skal veita slíka undanþágu nema hennar sé brýn og
rökstudd nauðsyn, og því aðeins um bækur úr Islands-deild safnsins, að til sé annað
notkunareintak, sem hægt er að lána í lestrarsal.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 12. gr. laga nr. 44 1949, um Landsbóka-
safn, öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi reglur nr. 53 21. apríl 1909, um afnot
Landsbókasafns íslands, auglýsingar nr. 98/1910 og nr. 161/1919, um breytingar á
þeim reglum, svo og erindisbréf fyrir landsbókavörð og bókaverði við Landsbókasafn
íslands, nr. 99 9. apríl 1910.
Menntamálaráðuneytið, 27. febr. 1950.
BJARNI BENEDIKTSSON.
/ Birgir Thorlacius.