Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Side 11

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Side 11
LANDSBOKASAFNIÐ 1953—1954 11 Tlieodóra Hermann, Winnipeg: Mikið saín af prédikunum og tækifærisræðum fóst- urföður hennar, síra Jóns Bjarnasonar, Winnipeg, ásamt sendibréfum til hans og konu hans frá ýmsum þjóðkunnum mönnum. Theodóra Hermann hefir sjálf gengið frá nið- urröðun og umbúnaði handritanna af mikilli smekkvísi og snyrtimennsku. Dánarbú Sigurðar Kristjánssonar, bóksala: Nokkur sendibréf til Sigurðar frá ýms- um þjóðkunnum mönnum. Vigjús Pálmason Gilsbakka í Eyjajirði: Dagbók Vigfúsar Gíslasonar í Samkomu- gerði 1874—1897. Þórunn R. Sívertsen, Höjn í Melasveit: Safn sendibréfa til hennar frá ýmsum merk- um mönnum. Von er á viðbót úr fórum þessarar þjóðkunnu og merku konu. Þórunn Þórðardóttir, Reykjavík: Safn af prédikunum og tækifærisræðum manns hennar, síra Brynjólfs Magnússonar. Þá hefir verið skrásett mikið safn frá Reykjavíkurskóla, fundabækur félaga, skóla- blöð o. f]., sem verið hafa lengi í vörzlu Landsbókasafnsins. Voru rit þessi skrásett í samráði við rektor menntaskólans, en verða þó ekki til afnota fvrst um sinn nema leyfi rektors komi til. Af keyptum handritum er helzt að nefna kvæðasyrpu Gests Pálssonar í eiginhandar- riti, sem Finnbogi Guðmundsson prófessor rakst á vestanhafs og útvegaði safninu, og nótnabók með hendi Arngríms Gíslasonar málara, sem keypt var af Páli Árnasyni, Þverá í Reykjahverfi. Þá hafa einnig verið fest kaup á miklu safni kvæða og vísna eftir al- þýðuskáld og hagyrðinga, sem Einar Þórðarson frá Skeljabrekku hefir um tugi ára dregið saman úr ýmsum áttum. Hefir nokkur hluti þessa mikla safns þegar verið af- hentur handritasafninu. Lestrarsalur og útlón Landsbókasafnið þakkar öllum, sem gefið hafa handrit eða stutt að því, að safnið fengi þau til varðveizlu. Eins og að undanförnu hefir aðsókn að lestrarsal verið mikil og stundum meiri en rúm leyfði. Nokkrum erfiðleikum veldur aðsókn ungra skólanemenda, sem sækjast eftir að sitja þar með námsbæk- ur sínar. En að sjálfsögðu er lestrarsalurinn fyrst og fremst ætlaður þeim gestum, sem þangað koma til þess að nota bækur safnsins eða handrit, en ekki skólanemendum til venjulegs lexíulesturs. Þess er ekki að vænta, að lestrarsalur Landsbókasafnsins með 40 sætum geti bætt úr tilfinnanlegum skorti á lesstofum fyrir unga skólanemendur, enda er hlutverk safnsins allt annað. Miklum óþægindum veldur það einnig, að engin sérher- bergi eru fyrir hendi handa þeim fræðimönnum, sem vinna að staðaldri í safninu og þurfa fleiri bækur til afnota en venja er að lána samtímis í lestrarsal. Úr þessu væri auð- velt að bæta, ef safnið fengi til umráða sal þann á fyrstu hæð, sem enn er í höndum Nátt- úrugripasafnsins þrátt fyrir margítrekaðar óskir Landsbókasafnsins um að fá hann til sinna þarfa. LTlán hafa verið með svipuðum hætti og áður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.