Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 12

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 12
12 LANDSBÓKASAFNIÐ 1953—1954 Húsrúm og umhverfi Eiiis og á var drepið í síðustu Árbók hefir verið veitt nokkurt fé til umbóta á rishæð Landsbókasafnsins. Hefir nú verið sett nýtt þak á húsið, lagfærðir reykháfar o. fl. Þá hefir verið komið fyrir bóka- hillum í miklum hluta rishæðarinnar, sem var skipt milli Landsbókasafns og Þjóðskjala- safns. Hefir Landsbókasafnið fengið þar til umráða 1800 hillumetra, og er nú lokið að mestu að flytja þangað bækur, sem áður voru óaðgengilegar í kössum eða hlöðum. Einnig hefir verið flutt þangað talsvert af bókum af neðri hæðum hússins til þess að rýma fyrir nýjum. Eru þessar viðbótarhillur nú fullskipaðar bókum. Var að því mikið hagræði að fá þetta nýja geymslurúm, þó að enn sé barátta við þrengsli fram undan. Bæði Landsbókasafn og Þjóðskjalasafn vaxa ört og verður óhjákvæmilegt að sjá öðru hvoru þeirra fyrir nýju húsnæði áður en langt líður. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir hefir eigi enn tekizt að fá lóð Landsbókasafnsins færða í það horf sem hæfði hinni stílfögru byggingu. Von er þó um að úrlausn fáist innan skamms. Þá er einnig til athugunar að gera neðanjarðargeymslu við húsið fyrir dýrmæt handrit og skjöl. En það bíður næstu Árbókar að skýra frá framkvæmdum í því efni. Af sérstökum ástæðum er Árbókin síðar á ferð en fyrirhugað var, og koma því tveir árgangar saman. Eins og að undanförnu hefir skrásetjari safnsins, Ásgeir Hjartarson, samið bókaskrárnar. Baldur Andrésson, sem er kunnur að góðri þekkingu á tónlist, varð góðfúslega við þeim tilmælum Árbókarinnar að skrifa um Sveinbjörn Sveinbjörnsson, en rétt þótti að minnast tónskáldsins að nokkru í riti þessu vegna hinnar merku handritagjafar, sem frú Elenore Sveinbjörnsson hefir af- hent Landsbókasafninu eins og getið er hér að framan. Skráin um tónverk Sveinbjörns er prentuð eftir handriti frúarinnar. Þess er vert að geta um grein P. G. Foote, háskólakennara í London, að höfundur hefir frumritað hana á íslenzku. Er það gleðiefni þegar erlendir fræðimenn leggja það á sig að nema íslenzku svo vel. að þeir geti eigi aðeins talað málið, heldur ritað það lýta- laust. Framhald af grein Þórhalls Þorgilssonar bókavarðar um íslenzka sálma úr trúarljóð- um Prúdentíusar verður væntanlega prentað í næstu Árbók. Að þessu sinni fylgir Árbókinni sérstakt rit: Drög að skrá um ritverk á íslenzku að fornu og nýju aj latneskum eða rómönskum uppruna, eftir Þórhall Þorgilsson bókavörð. Er þetta fyrra hefti af tveimur. Mun hið síðara gefið út þegar ástæður leyfa. Árbókin Landsbókasafni, 15. maí 1955 FINNUR SIGMUNDSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.